Annað skrímsli í Austurríki - Fritzl málið endurtekur sig 25. ágúst 2011 21:34 Jósef Fritzl virðist ekki hafa verið eina skrímslið í Austurríki. Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi. Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi.
Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46