Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2011 10:30 Fróðlegt verður að sjá hvernig Hargreaves tekur sig út í ljósbláum búningi City. Mynd / www.mcfc.co.uk Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. Kaup Manchester City á Owen Hargreaves hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi var Hargreaves síðast á mála hjá erkifjendunum í United og þá hefur hann glímt við þrálát meiðsli undanfarin þrjú ár. Hann er líklega hugsaður sem varaskeifa fyrir Hollendinginn Nigel de Jong á miðju City en á þó töluvert í land með að komast í leikform að mati Roberto Mancini, stjóra City. Mancini telur að Hargreaves þurfi að leggja hart að sér í hálfan annan mánuði til viðbótar áður en hann geti byrjað að spila fyrir City. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega sterkur og Wayne Bridge er annar leikmaður sem verður ekki í 25 manna hópnum sem tilkynntur verður síðar í dag. Inzaghi, sem er orðinn 38 ára, missti líklega sæti sitt til miðjumannsins Antonio Nocerino sem keyptur var til Milan frá Palermo á lokadegi félagaskiptagluggans. Baráttan um framherjastöðuna hjá Milan er hörð en Pato, Robinho, Cassano og Zlatan eru allir á undan Inzaghi í röðinni hjá stjóranum Massimiliano Allegri. Inzaghi er næstmarkahæsti leikmaður í Evrópukeppnum frá upphafi með 70 mörk. Spánverjinn Raul, leikmaður Schalke, hefur skorað tveimur mörkum meira. Inzaghi hefur skorað 46 markanna í Meistaradeildinni og tvívegis verið í sigurliði AC Milan í keppninni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. Kaup Manchester City á Owen Hargreaves hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi var Hargreaves síðast á mála hjá erkifjendunum í United og þá hefur hann glímt við þrálát meiðsli undanfarin þrjú ár. Hann er líklega hugsaður sem varaskeifa fyrir Hollendinginn Nigel de Jong á miðju City en á þó töluvert í land með að komast í leikform að mati Roberto Mancini, stjóra City. Mancini telur að Hargreaves þurfi að leggja hart að sér í hálfan annan mánuði til viðbótar áður en hann geti byrjað að spila fyrir City. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega sterkur og Wayne Bridge er annar leikmaður sem verður ekki í 25 manna hópnum sem tilkynntur verður síðar í dag. Inzaghi, sem er orðinn 38 ára, missti líklega sæti sitt til miðjumannsins Antonio Nocerino sem keyptur var til Milan frá Palermo á lokadegi félagaskiptagluggans. Baráttan um framherjastöðuna hjá Milan er hörð en Pato, Robinho, Cassano og Zlatan eru allir á undan Inzaghi í röðinni hjá stjóranum Massimiliano Allegri. Inzaghi er næstmarkahæsti leikmaður í Evrópukeppnum frá upphafi með 70 mörk. Spánverjinn Raul, leikmaður Schalke, hefur skorað tveimur mörkum meira. Inzaghi hefur skorað 46 markanna í Meistaradeildinni og tvívegis verið í sigurliði AC Milan í keppninni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira