Óskar Bjarni: Frábær leikur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. september 2011 22:52 Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/Vilhelm Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira