Aron: Ánægður með stóran sigur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2011 21:54 Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24. „Fyrir leikinn var þetta spurning um hugarfar. Þetta var karakters próf fyrir okkur. Að vera algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það er oft þannig þegar maður spilar við lið sem hefur verið spáð neðsta sæti í deildinni og er með sterkan heimavöll þá getur þetta verið stórhættulegt og þá sérstaklega miðað við þann leik sem við sýndum gegn Fram síðast,“ sagði Aron. „Ég er ánægður með að við náum að klára þetta svona stórt. Við höldum einbeitingu og Birkir var að berjast allan tímann í markinu þó hann hafi dottið niður kannski í tíu mínútur. Hann hélt mönnum á tánum og það sama á við Matta (Matthías Árna Ingimarsson) í vörninni. Heilt yfir leit liðið vel út þó ég hefði viljað sjá einn eða tvo aðeins skarpari og með betra hugarfar. Það komu bara aðrir í staðinn eins og Tóti (Þórður Rafn Guðmundsson), hann kom sterkur upp í dag og Einar Pétur í horninu og svo vona ég að Tjörvi sé kominn meira í gang með að vera líka hættulegur sjálfur. Það er mikilvægt, það er ekki nóg að geta bara sett liðið upp. Hann sýndi það í dag að hann getur verið hættulegur,“ sagði Aron sem er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Næst eigum við mjög erfitt verkefni gegn Akureyri á Ásvöllum. Undirbúningurinn fyrir það byrjar strax. Það þýðir ekkert að stíga upp til skýanna eins og eftir leikinn gegn HK. Það er erfiðast í þessu að ná stöðugleika og það líka í leikjunum. Þegar menn eru komnir þrem yfir fara menn kannski að gera eitthvað allt annað í stað þess að halda aganum. Það er það sem við erum að berjast við í öllum leikjum og á æfingum líka. Vonandi verða framfarir í því í leik frá leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24. „Fyrir leikinn var þetta spurning um hugarfar. Þetta var karakters próf fyrir okkur. Að vera algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það er oft þannig þegar maður spilar við lið sem hefur verið spáð neðsta sæti í deildinni og er með sterkan heimavöll þá getur þetta verið stórhættulegt og þá sérstaklega miðað við þann leik sem við sýndum gegn Fram síðast,“ sagði Aron. „Ég er ánægður með að við náum að klára þetta svona stórt. Við höldum einbeitingu og Birkir var að berjast allan tímann í markinu þó hann hafi dottið niður kannski í tíu mínútur. Hann hélt mönnum á tánum og það sama á við Matta (Matthías Árna Ingimarsson) í vörninni. Heilt yfir leit liðið vel út þó ég hefði viljað sjá einn eða tvo aðeins skarpari og með betra hugarfar. Það komu bara aðrir í staðinn eins og Tóti (Þórður Rafn Guðmundsson), hann kom sterkur upp í dag og Einar Pétur í horninu og svo vona ég að Tjörvi sé kominn meira í gang með að vera líka hættulegur sjálfur. Það er mikilvægt, það er ekki nóg að geta bara sett liðið upp. Hann sýndi það í dag að hann getur verið hættulegur,“ sagði Aron sem er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Næst eigum við mjög erfitt verkefni gegn Akureyri á Ásvöllum. Undirbúningurinn fyrir það byrjar strax. Það þýðir ekkert að stíga upp til skýanna eins og eftir leikinn gegn HK. Það er erfiðast í þessu að ná stöðugleika og það líka í leikjunum. Þegar menn eru komnir þrem yfir fara menn kannski að gera eitthvað allt annað í stað þess að halda aganum. Það er það sem við erum að berjast við í öllum leikjum og á æfingum líka. Vonandi verða framfarir í því í leik frá leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira