Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2011 13:30 Peyton Manning trúði vart eigin augum í gær. Nordic Photos / Getty Images Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27. NFL Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig. Ekkert lið hefur skorað meira í einum og sama leiknum síðan að AFL og NFL-deildirnar voru sameinaðar árið 1970 en Saints í gær. Leikmenn Colts voru skelfilega mistækir allan leikinn og fyrir það refsaði New Orleans grimmilega. Colts hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu til þessa og saknar greinilega leikstjórandans Peyton Manning mikið. Manning hefur verið frá vegna meiðsla á hálsi allt tímabilið og var á meðal áhorfenda í gær. Með tapinu er ljóst að Colts mun ekki komast í tíu sigurleiki á þessari leiktíð og er það í fyrsta sinn í níu ár sem það gerist. En þar sem liðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum er viðbúið að þetta verði eitt allra versta tímabil í sögu félagsins. Meðal annarra úrslita má nefna sigur Denver Broncos á Miami Dolphins, 18-15, í framlengdum leik þar sem að Tim Tebow, leikstjórnandi Broncos, fór á kostum í lok venjulegs lektíma. Hann bjó til tvö snertimörk á síðustu þremur mínútunum sem tryggði Denver framlengingu. Denver skoraði ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Matt Prater tryggði svo liðinu sigur í framlengingu með 52 jarda vallarmarki. Þá vann Chicago sigur á Tampa Bay, 24-18, í leik sem fór fram á Wembley-leikvanginum um helgina. Matt Forte hljóp 145 jarda í leiknum og skoraði eitt snertimark. Green Bay Packers vann svo sjöunda leikinn sinn í röð er liðið mætti Minnesota Vikings og vann sex stiga sigur, 33-27.
NFL Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira