Eiríkur svarar framsóknarmönnum fullum hálsi 9. nóvember 2011 14:25 Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu," eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi." (Fréttatíminn 04.11.2011, sjá bls 46). Eiríkur segir að þetta sé sitt mat á málflutningi flokksins og því standi hann við hvert orð. „En í þeim er felst enginn annar dómur öfugt við þá túlkun sem þingflokkur Framsóknarflokksins leggur í orð mín í yfirlýsingu sinni. Ég ber að mörgu leyti djúpa virðingu fyrir sögu og stefnu Framsóknarflokksins sem og fyrir málflutningi margra framsóknarmanna. Mér finnst þó að þingflokkur framsóknarmanna eigi að geta þolað það að um hann sé fjallað án mikillar tæpitungu á almennum vettvangi." „Því má hér við bæta að ég hef í áraraðir rannsakað þjóðernisumræðu, hérlendis og erlendis - svo sem lesa má um í doktorsritgerð minni og bókinni Sjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld í vor," segir Eríkur ennfremur. Hvað varðar framsetningu og myndskreitingu með greininni segist hann vísa á Fréttatímann, Eiríku hafi ekki komið sjálfur að myndavali eða útlitsteikningu blaðsins. „Og mætti ég svo kannski í fyllstu vinsemd spyrja hér í lokin hvað átt er við með þessari setningu í yfirlýsingu framsóknarmanna: „Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans." Hvað nákvæmlega á Háskólinn á Bifröst að gera í því? Er hér á ferðinni tilraun til þöggunar? Jafnvel hótun?," spyr hann að lokum. Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson dósent við Bifröst segir rangt að hann hafi í grein sinni í Fréttatímanum á dögunum "gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernisstefnu," eins og þingflokkur Framsóknarmanna heldur fram í yfirlýsingu en framsóknarmenn hafa fordæmt skrif Eiríks. Eiríkur hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu og þar bendir hann á að umfjöllun sín um Framsóknarflokkinn hafi orðrétt verið á þessa leið: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóðleg gildi á fundum flokksins, svo sem glímusýningu undir blaktandi þjóðfánanum. Orðræða sumra þingmanna hefur í auknum mæli einkennst af hollustu við þjóðernið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokkurinn ætli sér að sækja enn lengra inn í þetta mengi." (Fréttatíminn 04.11.2011, sjá bls 46). Eiríkur segir að þetta sé sitt mat á málflutningi flokksins og því standi hann við hvert orð. „En í þeim er felst enginn annar dómur öfugt við þá túlkun sem þingflokkur Framsóknarflokksins leggur í orð mín í yfirlýsingu sinni. Ég ber að mörgu leyti djúpa virðingu fyrir sögu og stefnu Framsóknarflokksins sem og fyrir málflutningi margra framsóknarmanna. Mér finnst þó að þingflokkur framsóknarmanna eigi að geta þolað það að um hann sé fjallað án mikillar tæpitungu á almennum vettvangi." „Því má hér við bæta að ég hef í áraraðir rannsakað þjóðernisumræðu, hérlendis og erlendis - svo sem lesa má um í doktorsritgerð minni og bókinni Sjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld í vor," segir Eríkur ennfremur. Hvað varðar framsetningu og myndskreitingu með greininni segist hann vísa á Fréttatímann, Eiríku hafi ekki komið sjálfur að myndavali eða útlitsteikningu blaðsins. „Og mætti ég svo kannski í fyllstu vinsemd spyrja hér í lokin hvað átt er við með þessari setningu í yfirlýsingu framsóknarmanna: „Óásættanlegt er að dósent við Háskólann á Bifröst skrifi á þennan hátt í nafni skólans." Hvað nákvæmlega á Háskólinn á Bifröst að gera í því? Er hér á ferðinni tilraun til þöggunar? Jafnvel hótun?," spyr hann að lokum.
Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fordæmir skrif Eiríks Bergmanns Þingflokkur Framsóknarflokksins fordæmir umfjöllun Eiríks Bergmanns Einarssonar um Framsóknarflokkinn sem birt var í Fréttatímanum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu sem Framsóknarflokkurinn hefur sent frá sér segir að umfjöllunin sé villandi og meiðandi. Eiríkur fjalli þar um ýmsar þjóðernisöfgahreyfingar og blandi Framsóknaflokknum í þá umræðu með afar undarlegum hætti. 9. nóvember 2011 13:09