Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2011 08:45 Sigfús Sigurðsson. Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Þetta er ekki neitt neitt. Ég snéri mig og þegar maður er kominn á þennan aldur þá er þetta allt miklu viðkvæmara en hjá ungu strákunum. Þetta var bara vont," sagði Sigfús um meiðslin sín. „Þetta var búið að ganga ágætlega. Vörnin var að standa fínt og sóknin var að skila sínu. Það kom bara maður í manns stað og svoleiðis á þetta að vera," sagði Sigfús. „Ég tek þetta bara skref fyrir skref. Fyrst þarf ég að koma sjálfum mér í stand og síðan verðum við bara að bíða og sjá hvort að það dugi fyrir landsliðið," sagði Sigfús. Valsmenn tóku enga áhættu og Sigfús kom ekkert meira við sögu. „Ég var teipaður í hálfleik og fór í sokkinn og skóna ef að það skyldi þurfa en það þurfti ekkert því þeir voru flottir strákarnir. Liðsheildin vann þetta þótt að Anton, Stutla og Maggi hafi verið að spila frábærlega sóknarlega. Það voru aðrir að opna fyrir þá og þeir voru að nýta færin rosalega vel. Við spiluðum upp á heitu mennina og það virkaði rosalega vel," sagði Sigfús. „Það eru búnir að vera jafnir leikir sem við höfum tapað eins og á móti Fram hérna heima, leikurinn fyrir norðan og leikurinn út á Nesi. Þetta eru leikir sem við áttum að vinna en einhvern veginn tókst okkur að klúðra því.Við erum núna komnir með tvo sigurleiki í röð í deildinni plús sigur í bikarnum og ég sé ekki annað en að þetta sé svolítið bjart hjá okkur," segir Sigfús. „Við erum með mjög gott lið og ég býð nú ekki í það hvernig það verður eftir jólafrí og pásuna þegar Valdimar og Andri Stefán koma inn. Þá verður það ennþá betra," segir Sigfús en hvað með hann sjálfan? „Ég er í ágætisformi en þarf bara aðeins að taka af varadekkinu eða varaforðanum eins og maður segir. Það kemur allt saman. Það hefur áður verið pressa á manni að vera í formi, bæði frá landsliðinu og þegar ég var að spila erlendis á Þýskalandi og Spáni. Þá var alltaf pressa á manni að vera í formi og ef að maður ætlar að gera eitthvað hérna heima í deildinni þá þarf maður að vera í formi," sagði Sigfús. „Ég ætla að koma mér í betra stand. Númer eitt, tvö og þrjú er það fyrir sjálfan mig, síðan kemur Valur þar á eftir og svo landsliðið þar á eftir. Ef að það gengur upp að ég komist í landsliðið þá er það frábært. Þá fengi maður þriðja tækifærið," sagði Sigfús og skellihló. „Það verður bara að taka þetta skref fyrir skref og einn dag í einu. Við sjáum hvað það leiðir," sagði Sigfús að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira