Lærisveinar Guardiola hafa enn tangarhald á Madrídingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 00:01 Nordic Photos / AFP Börsungar sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum því liðið gerði sér lítið fyrir og vann topplið Real Madrid á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni í kvöld, 3-1. Með sigri hefðu Madrídingar aukið forystu sína í deildinni í sex stig auk þess að eiga leik til góða. En þess í stað eru liðin jöfn að stigum en Barcelona skellti sér á toppinn með sigrinum þar sem liðið er með betra markahlutfall. Real á þó enn leikinn til góða. Barcelona hefur haft mikla yfirburði í knattspyrnuheiminum undanfarin ár en virtust þó hafa gefið eilítið eftir í upphafi tímabilsins á Spáni. Real Madrid hafði nýtt sér það til að komast í góða stöðu á toppi deildarinnar en eftir leikinn í kvöld er titilbaráttan galopin enn á ný. Real Madrid komst þó yfir í leiknum með marki eftir aðeins 21 sekúndu. Karim Benzema var þar að verki en Alexis Sanchez jafnaði svo metin á 30. mínútu. Marcelo varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks áður en Cesc Fabregas gerði endanlega út um leikinn með marki 25 mínútum fyrir leikslok. Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur því enn ekki tapað fyrir Real Madrid síðan hann tók við Börsungum árið 2008 en hann kom mörgum á óvart í kvöld með því að veðja á Sanchez í byrjunarliðinu í stað David Villa. Sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Cristiano Ronaldo náði sér ekki á strik í leiknum en fékk þó tvo mjög góð færi til að skora í leiknum. Aldrei þessu vant brást honum bogalistin. Lionel Messi hjá Barcelona skoraði ekki heldur en lagði þó upp jöfnunarmark sinna manna. Leikurinn byrjaði ótrúlega en Victor Valdes, markvörður Barcelona, átti lélega spyrnu frá marki með sinni fyrstu snertingu í leiknum og barst boltinn á Angel di Maria og svo Mesut Özil sem reyndi skot að marki. Boltinn fór af varnarmanni Barcelona og beint fyrir fætur Karim Benzema sem var dauðafrír rétt utan markteigs og skoraði örugglega eftir aðeins 21 sekúndu - sannarleg ótrúleg byrjun á leiknum. Fimm mínútum síðar eða svo kom svo fyrsta færi Barcelona. Lionel Messi hirti boltann af Sergio Ramos í vörn Real, keyrði inn í teig og skaut að markinu. En Iker Casillas varði vel frá honum. Á 25. mínútu síðar fékk svo Ronaldo gott skotfæri eftir góðan undirbúning Benzema. Ronaldo var dauðafrír þegar hann fékk boltann á vítateigslínunni en skot hans slakt í þetta skiptið og hæfði ekki markið. Jöfnunarmarkið kom svo á 30. mínútu. Lionel Messi fékk boltann á miðjunni og tók góðan sprett fram á völlinn, renndi boltanum á Alexis Sanchez sem skildi Pepe eftir og skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í markhornið fjær. Frábært mark og umdeild ákvörðun Pep Guardiola, stjóra Barcelona, að setja Sanchez í byrjunarliðið á kostnað David Villa borgaði sig. Staðan því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en bæði lið áttu þrátt fyrir mörkin tvö talsvert inni fyrir síðari hálfleikinn. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar að Barcelona náði að komast yfir. Boltinn barst til Xavi rétt utan vítateigs og skaut hann að marki. Boltinn breytti mikið um stefnu á Marcelo, varnarmanni Real Madrid, og skoppaði í markið - fram hjá Casillas markverði sem var á leiðinni í hitt hornið. Sjálfsagt þarf að bíða eftir skýrslu dómara til að fá á hreint hvort að markið skráist á Xavi eða Marcelo en spænsku sjónvarpsmennirnir skráðu markið á þann síðarnefnda. Á 65. mínútu fékk Ronaldo annað dauðafæri í leiknum. Hann var einn og óvaldaður rétt utan markteigs þegar hann fékk sendingu frá Xabi Alonso en skalli hans fór framhjá. Aðeins mínútu síðar kom þriðja mark Börsunga. Cesc Fagregas skoraði með skalla af miklu harðfylgi af stuttu færi eftir sendingu Sanchez. Varnarmaður Real var í Fabregas sem hafði betur í baráttunni og skilaði knettinum í markið. Markið gerði í raun út um leikinn en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en án árangurs. Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Börsungar sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum því liðið gerði sér lítið fyrir og vann topplið Real Madrid á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni í kvöld, 3-1. Með sigri hefðu Madrídingar aukið forystu sína í deildinni í sex stig auk þess að eiga leik til góða. En þess í stað eru liðin jöfn að stigum en Barcelona skellti sér á toppinn með sigrinum þar sem liðið er með betra markahlutfall. Real á þó enn leikinn til góða. Barcelona hefur haft mikla yfirburði í knattspyrnuheiminum undanfarin ár en virtust þó hafa gefið eilítið eftir í upphafi tímabilsins á Spáni. Real Madrid hafði nýtt sér það til að komast í góða stöðu á toppi deildarinnar en eftir leikinn í kvöld er titilbaráttan galopin enn á ný. Real Madrid komst þó yfir í leiknum með marki eftir aðeins 21 sekúndu. Karim Benzema var þar að verki en Alexis Sanchez jafnaði svo metin á 30. mínútu. Marcelo varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks áður en Cesc Fabregas gerði endanlega út um leikinn með marki 25 mínútum fyrir leikslok. Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur því enn ekki tapað fyrir Real Madrid síðan hann tók við Börsungum árið 2008 en hann kom mörgum á óvart í kvöld með því að veðja á Sanchez í byrjunarliðinu í stað David Villa. Sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Cristiano Ronaldo náði sér ekki á strik í leiknum en fékk þó tvo mjög góð færi til að skora í leiknum. Aldrei þessu vant brást honum bogalistin. Lionel Messi hjá Barcelona skoraði ekki heldur en lagði þó upp jöfnunarmark sinna manna. Leikurinn byrjaði ótrúlega en Victor Valdes, markvörður Barcelona, átti lélega spyrnu frá marki með sinni fyrstu snertingu í leiknum og barst boltinn á Angel di Maria og svo Mesut Özil sem reyndi skot að marki. Boltinn fór af varnarmanni Barcelona og beint fyrir fætur Karim Benzema sem var dauðafrír rétt utan markteigs og skoraði örugglega eftir aðeins 21 sekúndu - sannarleg ótrúleg byrjun á leiknum. Fimm mínútum síðar eða svo kom svo fyrsta færi Barcelona. Lionel Messi hirti boltann af Sergio Ramos í vörn Real, keyrði inn í teig og skaut að markinu. En Iker Casillas varði vel frá honum. Á 25. mínútu síðar fékk svo Ronaldo gott skotfæri eftir góðan undirbúning Benzema. Ronaldo var dauðafrír þegar hann fékk boltann á vítateigslínunni en skot hans slakt í þetta skiptið og hæfði ekki markið. Jöfnunarmarkið kom svo á 30. mínútu. Lionel Messi fékk boltann á miðjunni og tók góðan sprett fram á völlinn, renndi boltanum á Alexis Sanchez sem skildi Pepe eftir og skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í markhornið fjær. Frábært mark og umdeild ákvörðun Pep Guardiola, stjóra Barcelona, að setja Sanchez í byrjunarliðið á kostnað David Villa borgaði sig. Staðan því jöfn, 1-1, þegar flautað var til hálfleiks en bæði lið áttu þrátt fyrir mörkin tvö talsvert inni fyrir síðari hálfleikinn. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar að Barcelona náði að komast yfir. Boltinn barst til Xavi rétt utan vítateigs og skaut hann að marki. Boltinn breytti mikið um stefnu á Marcelo, varnarmanni Real Madrid, og skoppaði í markið - fram hjá Casillas markverði sem var á leiðinni í hitt hornið. Sjálfsagt þarf að bíða eftir skýrslu dómara til að fá á hreint hvort að markið skráist á Xavi eða Marcelo en spænsku sjónvarpsmennirnir skráðu markið á þann síðarnefnda. Á 65. mínútu fékk Ronaldo annað dauðafæri í leiknum. Hann var einn og óvaldaður rétt utan markteigs þegar hann fékk sendingu frá Xabi Alonso en skalli hans fór framhjá. Aðeins mínútu síðar kom þriðja mark Börsunga. Cesc Fagregas skoraði með skalla af miklu harðfylgi af stuttu færi eftir sendingu Sanchez. Varnarmaður Real var í Fabregas sem hafði betur í baráttunni og skilaði knettinum í markið. Markið gerði í raun út um leikinn en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en án árangurs.
Spænski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira