Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn Hans Steinar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 12:15 Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27