Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 Benedikt Bóas Hinriksson á Seltjarnarnesi skrifar 15. desember 2011 18:45 Ólafur Gústafsson. Mynd/Stefán FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira