Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá? Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. janúar 2011 11:00 Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar