Ein stór helvítis fjölskylda Atli Fannar Bjarkason skrifar 25. febrúar 2011 22:00 Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í tæp tvö ár hefur hljómsveitin Skálmöld náð frábærum árangri. Hljómsveitin sendi frá sér fyrstu plötuna fyrir síðustu jól og hefur hún slegið í gegn hjá þungarokksáhugamönnum landsins. Þá er hljómsveitin á leiðinni til Þýskalands í sumar þar sem hún kemur fram á Wacken, stærstu þungarokkshátíð heims. Atli Fannar Bjarkason tók viðtal við sveitina fyrir Popp, fylgirit Fréttablaðsins. Fyrst þegar ég heyrði um Skálmöld voruð þið tilbúnir með metnaðarfulla plötu. Í annað skipti sem ég heyrði um ykkur voruð þið bókaðir á Wacken. Var alltaf ætlunin að fara með hljómsveitina alla leið? Baldur: „Já. Hugmyndin var að stofna þungarokksband og taka enga gísla. Taka þetta alla leið. Það er í rauninni Snæbjörn bróðir minn Ragnarsson sem fær þessa hugmynd. Hann langar að gera plötu sem er ein saga, semur lagatitlana og sendir póst á þá sem hann langar að fá í bandið og allir eru til og þá hittumst við í fyrsta skipti." Og þá er hugmyndin að plötunni tilbúin og aðeins eftir að skálda í eyðurnar? Baldur: „Já, og við áttum eftir að finna hljóm. Við héldum að þetta yrði meira þjóðlaga, en svo varð þetta meira þungarokk. Svo urðu íslensku þjóðlagaáhrifin meiri – við bjuggumst við að fara meira í keltnesku áttina en svo sáum við að þetta væri alveg rammíslenskt." Og meikar sens að tengja saman áhrif úr Íslendingasögum og þungarokk? Er þetta samofið? Björgvin: „Já, mér finnst það." Baldur: „Þungarokk hefur löngum verið hetjutónlist og Íslendingasögurnar eru hetjusögur. En sagan á plötunni gerist í eins konar ævintýraheimi, sem er blanda af goðafræði og Dungeons and Dragons. Þetta er blanda sem varð til í höfðinu á Snæbirni. Þetta er heimur sem er hvergi til, en stíllinn er mjög íslenskur." Björgvin: „Já, þetta er svona Gísli Súrsson, Dungeons and Dragons, Lord of the Rings…" Og tvöföld bassatromma? Baldur: „Og nóg af tvöfaldri bassatrommu."Skálmöld hélt tvenna útgáfutónleika í Tjarnarbíói í gærkvöldi.Og var strax stefnt út í heim með tónlistina? Björgvin: „Nei. Hugmyndin var að uppfylla draum okkar um að vera í alvöru þungarokkshljómsveit og gera alvöru þungarokksplötu." Baldur: „Við erum nefnilega ekki allir 26 ára … Bara ég." Björgvin: „Að sjálfsögðu ætluðum við að leggja allt okkar í að gera góða plötu, en það var ekki fyrr en við spiluðum á Eistnaflugi að við fundum fyrir þessum svakalega meðbyr. Þá fundum við að þetta gæti orðið eitthvað meira en hljómsveitaræfing einu sinni í viku." Baldur: „Við ákváðum reyndar snemma í ferlinu að detta ekki í þennan rammíslenska gír að vera þjakaðir af minnimáttarkennd: Af því að við erum að spila þessa tónlist á hún ekki erindi hingað og þangað. Við ákváðum að hundsa öll svona takmörk, fylgja plötunni eftir eins vel og við gætum og sá sem vill heyra, hann skal fá að heyra." Og nú er það Þjóðverjinn sem vill fá að heyra meira? Baldur: „Já, þetta hentar Þjóðverjum ágætlega." Já, Þjóðverjar eru miklir metalhausar. Baldur: „Já, þeir eru alveg rótgrónir." Björgvin: „Við erum allir búnir að hlusta á þungarokk svo lengi og áhrifin eru svo mikil frá eldra þungarokki. Ég held að það fari vel í Þjóðverjann." Eru þið búnir að skipuleggja meira í kringum ferðina til Þýskalands? Baldur: „Við erum ekki búnir að ákveða það, en það hafa komið upp hugmyndir. Það er ekki fullmótað." Björgvin: „Sumt af því er leyndarmál." Baldur: „Svo er annað að detta inn. Við erum til dæmis að spila á G-festival í Færeyjum og svo er Eistnaflug griðastaðurinn, árshátíðin. Maður verður að sjálfsögðu að fara þangað." Eru þið byrjaðir að finna fyrir meiri áhuga erlendis í kjölfar bókunar á Wacken? Björgvin: „Alveg klárlega. Fyrirspurnirnar eru alveg ótrúlega margar." Baldur: „Netið er svo dásamlegt. Maður sér hvernig heimurinn bregst við. Að fá að vera með nafnið á hljómsveitinni á heimasíðu einnar stærstu þungarokkshátíðar í heimi í tæpt ár er ótrúleg auglýsing. Þetta er fljótt að smita út frá sér. Það er gríðarlega stór hluti þungarokkara sem fer í gegnum hljómsveitirnar sem spila á Wacken, hvort sem þeir fara á hátíðina eða ekki, þannig að það er risastór auglýsing fyrir okkur sem hefur verið að skila sér." Hefur platan selst meira í útlöndum en á Íslandi? Björgvin: „Nei, miklu meira á Íslandi." Baldur: „Við erum ekki búnir að gefa hana út á Íslandi." Björgvin: „Platan er gefin út í gegnum Tutl í Færeyjum og þeir eru með dreifikerfi á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. En þeir hafa ekkert rosalega mikið sinnt því. Flestar plöturnar sem hafa verið framleiddar komu hingað." Baldur: „Bara af því að eftirspurnin er það grimm hérna. Nú eru komin fleiri eintök sem fara að skríða á fleiri staði. Við stefnum á að dreifa henni sem víðast." Björgvin: „Við ætlum að sigra Evrópu í sumar." Baldur: „Einfalt og gott plan."Skálmöld samanstendur af reyndum mönnum úr tónlistarbransanum. Meðlimirnir eru kórstjórar og tónmenntakennarar ásamt tveimur meðlimum Ljótu hálfvitanna og trommara hljómsveitarinnar Ampop. Björgvin: „Við erum allir þungarokkarar frá því að við vorum pínulitlir, en höfðum aldrei gefið út þungarokksplötu. Það var það sem var stefnt á, að geta sest niður á sjötugsaldri og skoðað þungarokksplötuna sína." Baldur: „Þetta er nauðsynlegt á dánarbeðinu." Lifir þungarokk góðu lífi á Íslandi? Björgvin: „Mér finnst þungarokkið vera sprelllifandi á Íslandi. Eistnaflug stækkar og stækkar og er búið að festa sig í sessi. Það er mikið af góðum hljómsveitum." Baldur: „Það eru margar hljómsveitir sem eru á heimsmælikvarða." Björgvin: „Eins og til dæmis Beneath, Severed Crotch, Sólstafir og Gone Postal, til að nefna einhverjar. Ástæðan fyrir því að þær eru ekki eins áberandi og við er að okkar tónlist er kannski aðgengilegri. Þær eru talsvert harðari." Baldur: „Við vorum einmitt að ræða um daginn hvað við erum ótrúlega fegnir að þungarokkið sé að lifa af, en ekki til dæmis diskóið – ef það væru risastórar diskóhátíðir úti um allan heim." Björgvin: „Og Eistnaflug snerist um að fá Boney M til landsins." Baldur: „Það er í rauninni furðulegt að hugsa út í af hverju þungarokk hefur lifað af frekar en eitthvað annað. Þetta er í rauninni alveg jafn mikil tíska." Björgvin: „Það sem skilur að er að tryggustu aðdáendurnir í tónlist eru þungarokkararnir. Einhvers staðar las ég að þegar þessi download-væðing fór í gang, þá var þungarokkið sú tegund tónlistar þar sem plötusala dróst minnst saman. Þar eru tryggustu aðdáendurnir og þeir kaupa plöturnar." Eru allir ráðsettir fjölskyldumenn í hljómsveitinni? Björgvin: „Ekki allir, nei. En bróðurparturinn." Baldur: „Fjórir af sex eiga erfingja, barn eða börn." Hvernig fer þungarokkið saman við fjölskyldulífið? Er hægt að tvinna þetta saman? Björgvin: „Jájá, það er hægt. Stundum þarf góðan vilja." Baldur: „Á meðan allir eru til í þetta. Þá gengur þetta upp. Við erum sex í hljómsveit en hópurinn er miklu stærri." Þannig að Skálmöld er fjölskylda. Baldur: „Þetta er ein stór helvítis fjölskylda!" Eistnaflug Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í tæp tvö ár hefur hljómsveitin Skálmöld náð frábærum árangri. Hljómsveitin sendi frá sér fyrstu plötuna fyrir síðustu jól og hefur hún slegið í gegn hjá þungarokksáhugamönnum landsins. Þá er hljómsveitin á leiðinni til Þýskalands í sumar þar sem hún kemur fram á Wacken, stærstu þungarokkshátíð heims. Atli Fannar Bjarkason tók viðtal við sveitina fyrir Popp, fylgirit Fréttablaðsins. Fyrst þegar ég heyrði um Skálmöld voruð þið tilbúnir með metnaðarfulla plötu. Í annað skipti sem ég heyrði um ykkur voruð þið bókaðir á Wacken. Var alltaf ætlunin að fara með hljómsveitina alla leið? Baldur: „Já. Hugmyndin var að stofna þungarokksband og taka enga gísla. Taka þetta alla leið. Það er í rauninni Snæbjörn bróðir minn Ragnarsson sem fær þessa hugmynd. Hann langar að gera plötu sem er ein saga, semur lagatitlana og sendir póst á þá sem hann langar að fá í bandið og allir eru til og þá hittumst við í fyrsta skipti." Og þá er hugmyndin að plötunni tilbúin og aðeins eftir að skálda í eyðurnar? Baldur: „Já, og við áttum eftir að finna hljóm. Við héldum að þetta yrði meira þjóðlaga, en svo varð þetta meira þungarokk. Svo urðu íslensku þjóðlagaáhrifin meiri – við bjuggumst við að fara meira í keltnesku áttina en svo sáum við að þetta væri alveg rammíslenskt." Og meikar sens að tengja saman áhrif úr Íslendingasögum og þungarokk? Er þetta samofið? Björgvin: „Já, mér finnst það." Baldur: „Þungarokk hefur löngum verið hetjutónlist og Íslendingasögurnar eru hetjusögur. En sagan á plötunni gerist í eins konar ævintýraheimi, sem er blanda af goðafræði og Dungeons and Dragons. Þetta er blanda sem varð til í höfðinu á Snæbirni. Þetta er heimur sem er hvergi til, en stíllinn er mjög íslenskur." Björgvin: „Já, þetta er svona Gísli Súrsson, Dungeons and Dragons, Lord of the Rings…" Og tvöföld bassatromma? Baldur: „Og nóg af tvöfaldri bassatrommu."Skálmöld hélt tvenna útgáfutónleika í Tjarnarbíói í gærkvöldi.Og var strax stefnt út í heim með tónlistina? Björgvin: „Nei. Hugmyndin var að uppfylla draum okkar um að vera í alvöru þungarokkshljómsveit og gera alvöru þungarokksplötu." Baldur: „Við erum nefnilega ekki allir 26 ára … Bara ég." Björgvin: „Að sjálfsögðu ætluðum við að leggja allt okkar í að gera góða plötu, en það var ekki fyrr en við spiluðum á Eistnaflugi að við fundum fyrir þessum svakalega meðbyr. Þá fundum við að þetta gæti orðið eitthvað meira en hljómsveitaræfing einu sinni í viku." Baldur: „Við ákváðum reyndar snemma í ferlinu að detta ekki í þennan rammíslenska gír að vera þjakaðir af minnimáttarkennd: Af því að við erum að spila þessa tónlist á hún ekki erindi hingað og þangað. Við ákváðum að hundsa öll svona takmörk, fylgja plötunni eftir eins vel og við gætum og sá sem vill heyra, hann skal fá að heyra." Og nú er það Þjóðverjinn sem vill fá að heyra meira? Baldur: „Já, þetta hentar Þjóðverjum ágætlega." Já, Þjóðverjar eru miklir metalhausar. Baldur: „Já, þeir eru alveg rótgrónir." Björgvin: „Við erum allir búnir að hlusta á þungarokk svo lengi og áhrifin eru svo mikil frá eldra þungarokki. Ég held að það fari vel í Þjóðverjann." Eru þið búnir að skipuleggja meira í kringum ferðina til Þýskalands? Baldur: „Við erum ekki búnir að ákveða það, en það hafa komið upp hugmyndir. Það er ekki fullmótað." Björgvin: „Sumt af því er leyndarmál." Baldur: „Svo er annað að detta inn. Við erum til dæmis að spila á G-festival í Færeyjum og svo er Eistnaflug griðastaðurinn, árshátíðin. Maður verður að sjálfsögðu að fara þangað." Eru þið byrjaðir að finna fyrir meiri áhuga erlendis í kjölfar bókunar á Wacken? Björgvin: „Alveg klárlega. Fyrirspurnirnar eru alveg ótrúlega margar." Baldur: „Netið er svo dásamlegt. Maður sér hvernig heimurinn bregst við. Að fá að vera með nafnið á hljómsveitinni á heimasíðu einnar stærstu þungarokkshátíðar í heimi í tæpt ár er ótrúleg auglýsing. Þetta er fljótt að smita út frá sér. Það er gríðarlega stór hluti þungarokkara sem fer í gegnum hljómsveitirnar sem spila á Wacken, hvort sem þeir fara á hátíðina eða ekki, þannig að það er risastór auglýsing fyrir okkur sem hefur verið að skila sér." Hefur platan selst meira í útlöndum en á Íslandi? Björgvin: „Nei, miklu meira á Íslandi." Baldur: „Við erum ekki búnir að gefa hana út á Íslandi." Björgvin: „Platan er gefin út í gegnum Tutl í Færeyjum og þeir eru með dreifikerfi á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. En þeir hafa ekkert rosalega mikið sinnt því. Flestar plöturnar sem hafa verið framleiddar komu hingað." Baldur: „Bara af því að eftirspurnin er það grimm hérna. Nú eru komin fleiri eintök sem fara að skríða á fleiri staði. Við stefnum á að dreifa henni sem víðast." Björgvin: „Við ætlum að sigra Evrópu í sumar." Baldur: „Einfalt og gott plan."Skálmöld samanstendur af reyndum mönnum úr tónlistarbransanum. Meðlimirnir eru kórstjórar og tónmenntakennarar ásamt tveimur meðlimum Ljótu hálfvitanna og trommara hljómsveitarinnar Ampop. Björgvin: „Við erum allir þungarokkarar frá því að við vorum pínulitlir, en höfðum aldrei gefið út þungarokksplötu. Það var það sem var stefnt á, að geta sest niður á sjötugsaldri og skoðað þungarokksplötuna sína." Baldur: „Þetta er nauðsynlegt á dánarbeðinu." Lifir þungarokk góðu lífi á Íslandi? Björgvin: „Mér finnst þungarokkið vera sprelllifandi á Íslandi. Eistnaflug stækkar og stækkar og er búið að festa sig í sessi. Það er mikið af góðum hljómsveitum." Baldur: „Það eru margar hljómsveitir sem eru á heimsmælikvarða." Björgvin: „Eins og til dæmis Beneath, Severed Crotch, Sólstafir og Gone Postal, til að nefna einhverjar. Ástæðan fyrir því að þær eru ekki eins áberandi og við er að okkar tónlist er kannski aðgengilegri. Þær eru talsvert harðari." Baldur: „Við vorum einmitt að ræða um daginn hvað við erum ótrúlega fegnir að þungarokkið sé að lifa af, en ekki til dæmis diskóið – ef það væru risastórar diskóhátíðir úti um allan heim." Björgvin: „Og Eistnaflug snerist um að fá Boney M til landsins." Baldur: „Það er í rauninni furðulegt að hugsa út í af hverju þungarokk hefur lifað af frekar en eitthvað annað. Þetta er í rauninni alveg jafn mikil tíska." Björgvin: „Það sem skilur að er að tryggustu aðdáendurnir í tónlist eru þungarokkararnir. Einhvers staðar las ég að þegar þessi download-væðing fór í gang, þá var þungarokkið sú tegund tónlistar þar sem plötusala dróst minnst saman. Þar eru tryggustu aðdáendurnir og þeir kaupa plöturnar." Eru allir ráðsettir fjölskyldumenn í hljómsveitinni? Björgvin: „Ekki allir, nei. En bróðurparturinn." Baldur: „Fjórir af sex eiga erfingja, barn eða börn." Hvernig fer þungarokkið saman við fjölskyldulífið? Er hægt að tvinna þetta saman? Björgvin: „Jájá, það er hægt. Stundum þarf góðan vilja." Baldur: „Á meðan allir eru til í þetta. Þá gengur þetta upp. Við erum sex í hljómsveit en hópurinn er miklu stærri." Þannig að Skálmöld er fjölskylda. Baldur: „Þetta er ein stór helvítis fjölskylda!"
Eistnaflug Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira