Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó 24. mars 2011 04:00 Biðjast afsökunar Yfirmenn kjarnorkuversins í Fukushima hneigðu sig djúpt að japönskum sið þegar þeir heimsóttu fólk sem þurfti að rýma íbúðir sínar vegna geislavirkni. fréttablaðið/AP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira