Áhrif Icesave ofmetin 31. mars 2011 06:00 Tómas Ingi Olrich Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“ Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra, segir of mikið gert úr skaðlegum áhrifum þess að hafa Icesave-deiluna óleysta. Þjóðin sé beitt þrýstingi til að greiða kröfur sem henni beri ekki lagaskylda til að greiða. „Til hvers í ósköpunum vorum við að ganga í EES þegar menn eru bara beittir þrýstingi þegar á reynir?“ spyr hann og veltir fyrir sér hvaða skilaboð það séu til annarra landa að smáþjóð þurfi að sætta sig við að ekki sé sýnt fram á lagaskyldu hennar til að gangast undir miklar skuldbindingar, nóg sé að beita hana þrýstingi. Tómas Ingi bendir á að fjölmörg ríki séu nú í þörf fyrir mikið lánsfé. Aukin eftirspurn geri svo að lántökur verði dýrari, það komi Icesave ekkert við. „Íslendingar eru í sömu sporum og aðrir sem eru mjög skuldugir,“ segir hann og bendir á að bæði Portúgalar og Írar kvarti undan þeim lánakjörum sem þeim bjóðist. Þá sé ríkissjóður stórskuldugur og orkufyrirtæki berjist í bökkum. „Ætti að vera sérstök ástæða til að vilja lána til Íslands?“ spyr hann og telur að gangist þjóðin við nýjum Icesave-samningi ætti að verða ennþá meiri tregða til að lána hingað peninga, því þar með hafi verið aukið á skuldir ríkisins. „Eina óvissan sem aflétt yrði er fyrir ríkissjóði Breta og Hollendinga.“ Þá telur Tómas Ingi að ekki verði erfiðara fyrir fyrirtæki að fá erlend lán þó svo að Icesave verði hafnað. „Peningarnir finna ekki svona lykt eins og af Icesave. Þeir finna bara lykt af því hverjir eru líklegir til að borga,“ segir hann og telur landið ekki í slæmri langtímastöðu með fisk sinn, orku, vatn og öfluga innviði, svo sem góða menntun og annað slíkt. „Þetta eru hlutir sem fjárfestingaraðilar horfa á.“ Sömuleiðis óttast Tómas Ingi ekki að Icesave-deilan skaði samskipti landsins við önnur lönd. „Ég held að menn geri sér svolítið barnalegar hugmyndir um fjandskap og vinsemd þjóða,“ segir hann og bætir við að á stundum geri lönd sig óvinsæl í einhverjum málum. „Það getur gufað upp á ótrúlega skömmum tíma,“ segir hann og áréttar að pólitískar ákvarðanir verði ekki grundvallaðar á vinsældum eða óvinsældum. „Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir. Við vorum ekkert vinsælir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsöguna. Þá var okkur úthúðað alls staðar og svo tóku aðrar þjóðir þetta upp.“
Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira