Valið væri auðveldara með lélegri samning 1. apríl 2011 05:00 Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær. Buchheit sagði val þjóðarinnar mjög erfitt og þakkaði guði fyrir að standa ekki í hennar sporum. Það snerist í raun um að leggja mat á óvissuna sem lægi sín hvoru megin kjalar, annars vegar óvissuna um gengisþróun og heimtur úr þrotabúi Landsbankans sem fylgdu já-leiðinni og hins vegar óvissuna sem óhjákvæmilega hlytist af nei-leiðinni og dómsmálinu sem líklega risi í kjölfarið. Buchheit áréttaði hins vegar að fyrri óvissuþættirnir hefðu verið hafðir mjög í huga við samningsgerðina og niðurstaða viðræðnanna tæki sérstakt mið af þeim. Þannig væru varnir gegn óhóflegri greiðslubyrði Íslendinga til dæmis innbyggðar í samningana. Á hinn bóginn hefði ekkert tillit verið tekið til óvissunnar sem skapaðist ef samningunum yrði hafnað. Buchheit sagði að yrði samningunum hafnað tæki að líkindum við langt ferli fyrir EFTA-dómstólnum og ef við töpuðum málinu þyrftum við sennilega að semja enn eina ferðina, þá um það hvernig staðið yrði að því að endurgreiða mun hærri upphæð með mun veikari samningsstöðu. Buchheit sagði að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vildu semja væri sú að þeir óttuðust dómstólaleiðina, og ekki síst möguleg áhrif hennar á bankakerfi Evrópu í heild – jafnvel þótt þeir væru sannfærðir um rétt sinn. Samninganefnd Íslands hefði spilað á þennan ótta og einn kollegi hans í nefndinni hefði iðulega lokið fundum með því að segja háðskt: „Sjáumst í réttarsal.“ Buchheit var spurður um siðferðilega hlið málsins og svaraði því til að Íslendingar bæru talsverða ábyrgð í málinu. Hins vegar hefðu það eftir á að hyggja, að hans mati, verið mistök hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum að greiða reikningshöfum út Icesave-innistæðurnar upp í topp. Réttast hefði líklega verið að endurreikna þær miðað við eðlilega vexti sem stóðu fólki til boði í bönkum á þessum tíma og greiða út í samræmi við það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Icesave Tengdar fréttir Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Afsalar sér greiðslu frá ríkinu Lee Buchheit var spurður að því á fundinum í gær hver greiddi fyrir komu hans til landsins til að halda fyrirlesturinn. 1. apríl 2011 06:00