Siðaðra þjóða háttur Benedikt Jóhannesson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Icesave Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fulltrúar allra helstu flokka sameinuðust um að skipa nýja samninganefnd um Icesave vorið 2010 gátu landsmenn verið vissir um að í nefndinni væru þeir menn sem best myndu halda á málstað Íslands. Færustu lögmenn sem vöruðu við undanslætti fyrri samninga. Það er einróma álit þeirra að ekki verði lengra náð með samningum en nú. Í nóvember 2008 sagði Björn Bjarnason frá því á vefsíðu sinni að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta." Þessi orð Björns eru eins og vegvísir að lokaáfanga samninganna. Samningamenn Íslands héldu svo vel á spilum að fyrir liggur samkomulag sem takmarkar mjög áhættu Íslendinga. Samkvæmt síðasta eignamati skilanefndar Landsbankans var skuldbinding ríkisins liðlega 25 milljarðar króna. Vegna þess hve varfærnislega eignir hafa verið metnar er mjög líklegt að þær verði meira virði. Sennilega munu útgjöld ríkisins verða milli 0 og 10 milljarðar króna þegar upp er staðið. Sumir telja það ríma illa við 26 milljarða króna greiðslu nú. Svo er ekki. Af þeim koma 20 milljarðar króna úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og liðlega 6 milljarðar lán úr ríkissjóði. 500 krónur á mánuðiÖllum finnst blóðugt að borga fyrir óreiðumenn. En málið snýst ekki lengur um það. Því má ekki gleyma að þeim var hleypt lausum og eftirlitsaðilar gættu þess ekki að þeir ættu eignir fyrir skuldum. Við getum litið á þetta sem sekt fyrir að óreiðumenn voru leiddir að peningum almennings. Greiðsla upp á 10 milljarða króna á fimm árum jafngildir 500 krónum á hvern einstakling á mánuði. Það jafngildir til dæmis pulsu og kókflösku á mánuði. Ef samningnum er hafnað hefur matsfyrirtæki boðað að lánshæfi Íslands fari í ruslflokk. Tryggvi Þór Herbertsson hefur reiknað það út að fjármögnunarkostnaður ríkisins verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Nei eykur áhættu Íslands af málinu sjálfu. Og lánakostnaður á ári vex meira en sem nemur heildarkostnaðinum við Icesave-samninginn. Við eigum að segja JÁ vegna þess að það er ódýrara og öruggara en nei. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi og það er skynsamra manna háttur að samþykkja góða samninga.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun