Þúsundir vilja flýja Misrata 19. apríl 2011 00:00 Flýja Flestir þeirra sem fluttir hafa verið frá Misrata hafa verið erlendir farandverkamenn. Einhverjir af þeim óbreyttu borgurum sem særst hafa í átökunum hafa þó verið fluttir á brott.Nordicphotos/AFP Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Nærri eitt þúsund manns, mest farandverkamenn, hafa verið fluttir frá hafnarborginni Misrata í Líbíu eftir að hafa verið þar í herkví í fimm vikur. Þúsundir til viðbótar bíða þess að komast frá borginni. Misrata hefur verið í höndum uppreisnarmanna frá upphafi borgarastríðsins í Líbíu. Stjórnarher landsins hefur herjað á borgina stanslaust í fimm vikur, þrátt fyrir loftárásir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem ætlað er að vernda óbreytta borgara í Líbíu. Bresk stjórnvöld ætla að greiða kostnað við leigu á skipum til að koma farandverkamönnum frá Miðausturlöndum, Suður-Asíu og öðrum ríkjum Afríku burtu frá borginni. Heimamönnum sem særst hafa í átökunum verður líka boðið að komast burtu frá borginni, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Starfsmenn hjálparsamtaka sem komist hafa til borgarinnar segja ástandið þar hræðilegt. Mikill skortur er á mat, vatni og lyfjum, og rafmagn er af skornum skammti. Stjórnarher Líbíu hefur látið sprengjum rigna yfir borgina undanfarnar vikur. Herinn hefur verið sakaður um að nota klasasprengjur, en talsmenn hans hafa hafnað því með öllu. „Það er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið veiti neyðaraðstoð,“ sagði Andrew Mitchell, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, í viðtali við BBC. Hann gagnrýndi Múhammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, harðlega fyrir að leyfa ekki alþjóðlegum hjálparsamtökum að starfa í landinu. Amos barónessa, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að þúsundir biðu þess nú að komast frá borginni Misrata, og þúsundir til viðbótar biðu þess í örvæntingu að fá læknishjálp, hreint vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðlega flóttamannahjálpin hefur þegar sent tvö skip til borgarinnar og hafa þau þegar hafið brottflutning flóttafólks. Fólkið er flutt til borgarinnar Benghazi í Líbíu, sem einnig er í höndum uppreisnarmanna. Jemini Pandya, talsmaður flóttamannahjálparinnar, segir ástand fólksins sem flutt hefur verið í burtu hafa verið slæmt. Fólkið hafi verið ofþornað og sumir nær dauða en lífi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira