Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni 21. júní 2011 06:00 Lindarvatn úr ölfusi rennur um allan heim Erlendir fjárfestar eiga orðið meira en helming í vatnsfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn á flöskum frá Hlíðarenda við Þorlákshöfn. Fréttablaðið/Anton „Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira