Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2011 06:00 Ingimundur handsalar samninginn við Ólaf I. Arnarsson, formann handknattleiksdeildar Fram. Fréttablaðið/Stefán Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana." Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Framararnir höfðu samband við mig og ég ákvað að setjast niður með þeim um helgina. Síðan gerðist þetta fljótt og ég er mjög ánægður með þetta," sagði Breiðhyltingurinn. Ingimundur hefur leikið erlendis frá árinu 2005 og komið víða við. Hann hefur leikið í Sviss, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Hann var síðast á mála hjá AaB í Álaborg. „Í byrjun var stefnan að vera áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröfur þarna úti en var ekki að detta í neitt nógu spennandi. Mér fannst fín tímasetning að koma heim. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ljúka þessu." Ingimundur hefur verið sterklega orðaður við lið Akureyrar í sumar og gerðu norðanmenn sér góðar vonir um að fá Ingimund. „Ég sé enga ástæðu til þess að ræða það eitthvað. Ég var vissulega búinn að ræða við þá en er búinn að ganga frá eins árs samningi við Fram núna. Hef ekkert meira um það að segja," sagði Ingimundur. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk félagsins mun Ingimundur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður hann öðrum þjálfurum félagsins innan handar varðandi varnarleik. Ingimundur hefur leikið 94 landsleiki fyrir Ísland og verið lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár. Landslið Íslands hefur nær eingöngu verið byggt upp af atvinnumönnum erlendis undanfarin ár. Ingimundur hefur ekki áhyggjur af sæti sínu í landsliðinu. „Í rauninni ekki. Það er undir sjálfum mér komið að halda mér í góðu formi. Æfingakúltúrinn á Íslandi er mjög góður og betri en á mörgum stöðum erlendis. Það verður að koma í ljós hvort ég verð áfram í landsliðinu eða ekki. Stefnan er að sjálfsögðu að halda mér þar inni," segir Ingimundur, sem var í silfurliðinu í Peking 2008. Hann segir eina af ástæðunum fyrir því að hann valdi Fram að þar fái hann tækifæri til þess að æfa og halda sér í toppstandi. Ingimundur spilaði vinstri skyttu á sínum tíma en hefur undanfarin ár fyrst og fremst getið sér gott orð fyrir góðan varnarleik. Hann segist ekki vita hvaða hlutverk hann muni spila í sóknarleiknum með Fram. „Það verður að koma í ljós. Ég er búinn að standa á teig í þrjú ár og spila vörn og hef þannig séð varla fengið að kasta bolta á æfingu. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta kemur með tímanum," sagði Ingimundur, sem segir sleggjuna enn vera til staðar. „Já, já, hún er kannski smá ryðguð en það þarf bara að smyrja hana."
Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira