Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi 23. ágúst 2011 06:30 Guðrún Ögmundsdóttir Formaður fagráðs innanríkisráðuneytis segir nauðsynlegt að festa meðferð á kynferðisbrotum innan trúfélaga í lögum.fréttablaðið/e.ól. Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum. „Það vilja allir sjá heildstæða lagabreytingu hjá trúfélögunum, þannig að þau fái stoð í lögum um að búa til fagráð,“ útskýrir Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðsins. „Nú er gerjunin mikla eftir sumarleyfi búin og haustið verður sá tími þar sem afurðirnar munu skila sér í þingmálum og lagabreytingum.“ Alls eru 36 trúfélög skráð á Íslandi. Einungis eitt, þjóðkirkjan, er með starfandi fagráð og því fékk hún ekki bréf frá ráðuneytinu. Frestur til svara rann út á föstudag og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa sex trúfélög svarað. Í bréfi ráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um hvernig farið er með tilkynningar um kynferðisbrot innan trúfélagsins og einnig hvort, og þá hver, farvegur tilkynninganna sé. Jafnframt hvort farvegurinn sé markaður með reglum, hvort tiltekinni einingu hafi verið falið hlutverk í þessu samhengi og hvort aðilum máls séu veitt skilgreind stuðningsúrræði ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot. Fagráð innanríkisráðuneytisins hefur enn ekki tekið saman heildarfjölda mála sem því hafa borist, þar sem það er svo nýlega tekið til starfa. Guðrún segir að hlutir séu nú að fara í faglegra og betra ferli eftir að fleiri mál komi upp. Hún bendir þar einnig á óskir íþrótta- og æskulýðsfélaga um stofnun fagráðs. „Það er ríkur vilji til að hafa þessi mál uppi á borðinu. Það er ekki hægt að hafa þetta í rassvasabókhaldinu áfram,“ segir hún. „Og það þarf að gefa þessari vinnu lagastoð, það er ekki nóg að þetta sé í reglugerðum og góðum vilja. Þetta þarf að vera skýrt í lögum og þannig kemur vilji löggjafans einnig fram.“ Næstu skref fagráðsins eru að taka saman svör trúfélaganna og koma þeim í farveg. Samtök á borð við Drekaslóð, Stígamót og Blátt áfram verða einnig kölluð á fund til fagráðsins til ráðgjafar og hugsanlegrar samvinnu. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira