Höfundur Ísfólksins hjólar í Ríkissjónvarpið 27. ágúst 2011 11:00 Margit Sandemo rithöfundur er ósátt við nafnið á nýjum sjónvarpsþætti Ragnhildar Steinunnar sem nefnist Ísfólkið. Hún vill að RÚV breyti nafninu og Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun. „Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
„Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira