Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna 31. ágúst 2011 06:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er á móti veru Íslands í Nató og lögðu þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í maí um úrsögn úr bandalaginu. Samfylkingin vill Ísland áfram innan hernaðarbandalagsins. fréttablaðið/valli katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson
Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira