Undanþága Nubos á borði Ögmundar 1. september 2011 04:00 Karl Axelsson Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Ögmundur Jónasson Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. „Hún verður nú tekin til efnislegrar umfjöllunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. „Við eigum eftir að fara yfir málin og vega þau og meta í ljósi gagna sem okkur berast. Síðan þarf að ræða þessa grunnspurningu, hvort við erum reiðubúin að selja stóran hluta af Íslandi í hendur erlendra aðila? Það er spurning sem verður ekki svarað í einu vetfangi.“ Ögmundur segir að kaup Nubos á Grímsstöðum séu ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum. Hin almenna regla sé sú að jarðakaup erlendra aðila utan EES séu ekki heimiluð. Hins vegar sé hægt að leita eftir undanþágu frá þeirri lagareglu. Og það sé nú á borði ráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafa báðar lýst því yfir að engin ástæða sé til þess að óttast kaup Nubos á jörðinni. Lagalegt umhverfi hér á landi sé of sterkt. Ögmundur er ekki eins bjartsýnn. „Ég hef lýst því yfir að ég tel óráðlegt að kyngja þessu ómeltu eða snöggsoðnu,“ segir Ögmundur. „Ég ítreka það að oft hefur okkur verið sagt að það sé ekkert að óttast – það var til að mynda sagt í aðdraganda hrunsins.“ Innanríkisráðherra bendir einnig á að eignarhaldi á landi fylgi ýmis mikilvæg réttindi sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra. Hann undirstrikar að málið sé ekki einfalt og hafi fleiri en eina hlið. „Mér ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að standa vörð um hagsmuni okkar samfélags og lands og það ætla ég mér að gera.“ Veiti innanríkisráðuneytið undanþágu til kaupa Nubos á jörðinni, mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fara með forræði á fjórðungshlut ríkisins í Grímsstöðum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að engin áform séu uppi um að selja þann hlut, enda hafi slíkt erindi ekki borist ráðuneytinu. „Fari slíkt ferli í gang verður ráðuneytið að óska eftir heimildum Alþingis og það er meirihluti Alþingis sem tekur ákvörðun um það hvort slíkt skuli gert, segir Jón. „Ef hingað berst erindi um kaup á þessari jörð þá er alls ekki sjálfgefið að ráðuneytið geri tillögu um sölu og það mál verður að skoða í tengslum við önnur lög í landinu og hvaða meðferð lands er hér um að ræða.“ sunna@frettabladid.isJón Bjarnason
Fréttir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira