(G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar 9. september 2011 06:00 Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar