(G)narrismi Sighvatur Björgvinsson skrifar 14. september 2011 11:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað!
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun