Viðræður um landbúnað Valgerður Bjarnadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu. Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er. Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti. Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis. Óskandi væri að andstæðingarnir færu að tala um málefni og hættu sífellt endurteknum upphrópunum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Varla verður konu þó að ósk sinni í þeim efnum, því sífelldar endurtekningar hafa áhrif. Áhrif þeirra eru ekki bara á skarann sem hlustar heldur einnig á þá sem eru á öndverðum meiði sem þreytast á að svara ósannindunum. Andstæðingarnir gleðjast auðvitað af því þeim finnst steinn hafa verið settur í götu samninganna þar sem ekki er búið að vinna heimavinnuna um landbúnaðarmálin. Sú vinna hlýtur nú að fara af stað því landbúnaðarráðherrann veit að hann verður að fylgja ákvörðun Alþingis. Ráðherrar geta nefnilega ekki rekið prívat pólitík, þeir eiga að framkvæma það sem Alþingi samþykkir. Samningaviðræðurnar halda áfram um aðra þætti en landbúnaðarmál eins og ekkert hafi í skorist, en vissulega seinkar viðræðum um landbúnaðinn. Andstæðingarnir vonuðu að eitthvað yrði í rýniskýrslunni sem benti til þess að ekki næðust samningar um landbúnað sem við gætum unað við. Þeim varð ekki að ósk sinni. Evrópusambandið veit að Ísland er strjálbýlt land, að landbúnaður hér er með allt öðru sniði en í flestum ríkjum þess, að við erum fá og stjórnsýslan lítil – tillit verður tekið til alls þessa. Evrópusambandið veit líka að hér er engin raunveruleg byggðastefna. – Þau þarna suður frá vita sannarlega meira um okkur en sum okkar vita eða vilja vita um þau.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun