Launamunur kynja eykst meira hjá hinu opinbera 17. september 2011 06:30 Starfsmenn reykjavíkurborgar Meðalstarfsaldur starfsmanna borgarinnar er 12,4 ár og meðallaun eru rúm 335 þúsund á mánuði.fréttablaðið/vilhelm Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson Óútskýrður launamunur kynjanna hefur aukist úr 9,1 prósenti í 13,2 á milli ára meðal félagsmanna SFR. Á sama tíma jókst óútskýrður launamunur hjá VR, stærsta stéttarfélagi landsins, úr 10,1 prósenti í 10,6 prósent. Fram kemur í nýrri umfangsmikilli launakönnun stéttarfélaganna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að launabil á milli hins opinbera og almenns vinnumarkaðar hefur aukist á milli ára, að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsstétta og annars. Nemur munurinn nú um tuttugu prósentum. Heildarlaun hjá félagsmönnum VR, sem starfa á almennum vinnumarkaði, hækkuðu um 4,5 prósent á milli ára, en um eitt prósent hjá félagsmönnum SFR. Í krónum talið er launamunurinn nú að meðaltali 112 þúsund krónur á mánuði. Enn fremur kemur fram í könnuninni að yfir sextíu prósent félagsmanna SFR séu óánægð með laun sín og dregur úr henni þriðja árið í röð. Konur mælast óánægðari en karlar. VR kynnti nýlega launakönnun sína í gær og þar kom fram að óútskýrður launamunur karla og kvenna hefði ekki minnkað hjá félagsmönnum síðustu þrjú ár. „Félagið hefur tekið marga slagi um þetta mál og sem betur fer hefur ýmislegt unnist í þeim efnum. Þó er ljóst að við virðumst ekki hafa náð að halda þeirri þróun áfram sem þó var komin á nokkurt skrið um miðjan síðasta áratug,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, á fundi með fjölmiðlafólki í gær. Hann sagði viðhorfsbreytingu þurfa í samfélaginu til að útrýma þessu óréttlæti. Þar kynnti hann herferð sem VR ætlar að hefja í næstu viku með það að markmiði að útrýma kynbundnum launamun. Stefán benti á að frá árinu 2001 til ársins 2009 hefði kynbundinn launamunur lækkað úr 13,8 prósentum í 10,1 prósent. Á síðustu þremur árum hefði hins vegar enginn árangur náðst í að útrýma þessum mun. VR ætlar vegna þessa að skora á fyrirtækin í landinu að útrýma launamuninum. Þá verða fyrirtæki hvött til að veita konum tíu prósenta afslátt af vörum og þjónustu dagana 20. til 26. september næstkomandi til að leiðrétta með táknrænum hætti launamismuninn og vekja um leið athygli á honum. sunna@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira