Grúskarar með plötu 21. september 2011 08:00 Einar Oddsson er maðurinn á bak við hljómsveitina Grúsk. fréttablaðið/valli Fyrsta plata Grúsks er komin út og er það Zonet sem dreifir. Á plötunni eru ellefu lög eftir Einar Oddsson sem einnig gerir textana ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Tvö laganna eru við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Davíð Stefánsson. „Platan átti að koma út í fyrra en hún tafðist, eins og gerist stundum,“ segir Einar, sem er mjög ánægður með útkomuna. „Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þannig að þetta er búið að vera langt ferli.“ Grúsk er óvenjuleg hljómsveit því hún samanstendur af 22 manna hópi söngvara og hljóðfæraleikara. Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni eru Pétur Hjaltested, sem er jafnframt upptökustjóri, Ásgeir Óskarsson, Birkir Rafn Gíslason, Haraldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason, Bergsveinn Arilíusson, Björgvin Ploder, Egill Rafnsson og Heiða Ólafsdóttur. Grúsk flytur popptónlist þar sem má greina áhrif frá Bítlunum og listarokki 8. áratugarins, í bland við nútímalegri strauma. Grúskarar hafa áður sent frá sér tvö lög sem fengu góðar viðtökur, Góða skapið og Til lífs á ný. Útgáfutónleikar verða í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði 20. október. „Ætli þetta verði ekki sex til átta manna hópur á sviðinu,“ segir Einar og lofar skemmtilegum tónleikum. - fb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrsta plata Grúsks er komin út og er það Zonet sem dreifir. Á plötunni eru ellefu lög eftir Einar Oddsson sem einnig gerir textana ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Tvö laganna eru við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Davíð Stefánsson. „Platan átti að koma út í fyrra en hún tafðist, eins og gerist stundum,“ segir Einar, sem er mjög ánægður með útkomuna. „Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þannig að þetta er búið að vera langt ferli.“ Grúsk er óvenjuleg hljómsveit því hún samanstendur af 22 manna hópi söngvara og hljóðfæraleikara. Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni eru Pétur Hjaltested, sem er jafnframt upptökustjóri, Ásgeir Óskarsson, Birkir Rafn Gíslason, Haraldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason, Bergsveinn Arilíusson, Björgvin Ploder, Egill Rafnsson og Heiða Ólafsdóttur. Grúsk flytur popptónlist þar sem má greina áhrif frá Bítlunum og listarokki 8. áratugarins, í bland við nútímalegri strauma. Grúskarar hafa áður sent frá sér tvö lög sem fengu góðar viðtökur, Góða skapið og Til lífs á ný. Útgáfutónleikar verða í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði 20. október. „Ætli þetta verði ekki sex til átta manna hópur á sviðinu,“ segir Einar og lofar skemmtilegum tónleikum. - fb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira