Fjölmiðlar hvetja til eineltis 29. september 2011 06:00 Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun