Telja að merkingar hækki ekki verð 1. október 2011 03:00 Repja Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í framleiðslu sína. norcidphotos/afp Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merkingarnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þessum vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurnir viti að það séu erfðabreytt hráefni í vörunum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. Brynhildur bendir einnig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einkaleyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljendur til að gefa upp innihald erfðabreytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir seljendur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Bandaríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfðabreyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv
Fréttir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira