John Grant vill vinna með GusGus 21. október 2011 11:00 Biggi Veira úr GusGus bauð John Grant í heimsókn í hljóðverið sitt í síðustu viku. fréttablaðið/stefán Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb
Tónlist Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira