Að loknu Umhverfisþingi Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll, að dagarnir geta verið misjafnir. Stundum erum við sérstaklega heppin og höfum ríka ástæðu til að fagna góðu dagsverki. Nýlega átti ég slíkan dag, ásamt ríflega 300 öðrum náttúruverndarsinnum, þegar Umhverfisþing var haldið í sjöunda sinn. Yfirskrift Umhverfisþings að þessu sinni var náttúruvernd en í forgrunni umræðunnar var Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands, sem kom út í haust og er til umsagnar á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Bókinni er ætlað að vera grundvöllur heildarendurskoðunar á íslenskri löggjöf um náttúruvernd. Er þar tekið saman yfirlit yfir stöðu náttúruverndar á Íslandi og í nágrannaríkjunum, til að hægt sé að hafa sem mesta þekkingu tiltæka við lagasmíðina. Hvítbókin sjálf er hins vegar fjarri því endimark stefnumótunarvinnunnar. Á hinn bóginn er Hvítbókin góður grundvöllur umræðu. Slík umræða átti sér m.a. stað á Umhverfisþingi og þarf að halda áfram því íslensk náttúra snertir okkur öll sem byggjum þetta land, bæði nú og í framtíðinni. Á þinginu var enda áberandi samhljómur fundarmanna um mikilvægi þess að hafa samráð og kynningu á Hvítbókinni fyrir almenning svo hann hafi raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á endurskoðun löggjafarinnar. Hvítbókin hefur þegar fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla en að auki hyggst umhverfisráðuneytið standa fyrir almennum kynningarfundum á efni hennar á næstu vikum. Þá er Hvítbókin sjálf og umfjöllun um hana aðgengileg á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, þar sem einnig eru leiðbeiningar um hvar skila skuli umsögnum og athugasemdum um hana. Allt er þetta gert til að stuðla að samráði um framhaldið en til að niðurstöður samráðsins séu sem bestar þarf að tryggja að öflug og góð skoðanaskipti eigi sér sem víðast stað. Þau verða að felast í því að aðilar setji fram ólík sjónarmið og hlusti á hin gagnstæðu. Ég vil því hvetja sem flesta til að kynna sér efni Hvítbókarinnar og mynda sér skoðun, allt eftir áhugasviði og þekkingu hvers og eins. Ekki er gerð krafa um að vera sérfræðimenntaður til að hafa skoðun á náttúruverndarmálum og það er ekki skylda að lesa Hvítbókina spjaldanna á milli til að hafa álit á henni. Heildarendurskoðun náttúruverndarlaga er mikilvægt verkefni, sem er ekki einkamál okkar í umhverfisráðuneytinu eða fyrir fram skilgreindra hagsmunaaðila. Til að vel takist til verður allt samfélagið að koma að verkinu. Áhugasamir eru því hvattir til að fjölmenna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins fyrir 15. desember og leggja sínar hugmyndir í púkkið.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun