Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári 29. október 2011 02:00 Tillögur að breytingum kynntar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur að úrbótum í heilbrigðiskerfinu og voru niðurstöður hópsins kynntar formlega í gær.fréttablaðið/vilhelm Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. „Þeir vilja fá hækkanir sem ríkið og Sjúkratryggingar hafa ekki haft peninga í. Þeir vilja kjarasamninga en við höfum viljað fá meiri aðgangsstýringu hjá þeim,“ segir Guðbjartur. „Líka til þess að lækka kostnaðinn við þann hluta svo við höfum meira svigrúm annars staðar, því allt er þetta jú einn pottur.“ Í skýrslu Boston Consulting Group sem kynnt var í gær, þar sem greint er skipulag og staða heilbrigðiskerfisins, kemur fram að hér á landi séu hlutfallslega fleiri heimsóknir til sérfræðilækna en í samanburðarlöndunum og það valdi auknum kostnaði. Sérfræðilæknar séu líka hlutfallslega fleiri miðað við fjölda heimilislækna. Kostnaður vegna sérfræðilækna hafi aukist um 7 prósent síðan 2008 meðan fjárútlát til flestra annarra þátta heilbrigðisþjónustu hafi lækkað. Einnig þurfi að bæta greiðslukerfi til sérfræðilækna. Þá sé sérfræðiþjónusta misdreifð um landið, en hún er langmest á höfuðborgarsvæðinu. „Spurningin er hvaða tæki við höfum til þess að ná tökum á þessu á sama tíma og við viljum auðvitað halda þjónustunni í landinu. Þetta er mjög vandrataður vegur en ég treysti á það að heilbrigðisstéttir í landinu finni sameiginlega lausn,“ segir Guðbjartur. Það skipti sköpum úti á landi að sérfræðilæknar komi reglulega og sinni sjúklingum. „Þannig er það í dag en þeir óttast að missa þetta ef við skerum of mikið niður. Þá er spurning hvort það séu Sjúkratryggingar sem borgi þá og þeir komi sem slíkir eða hvort kvótinn sé hjá stofnuninni og þeir geti sótt sér sérfræðingana sjálfir. En þetta er hárfín og erfið lína.“ Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, segir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni í góðu standi. „Við dekkum landið nokkuð vel. Sérfræðingar fara út á land í reglubundnar heimsóknir og það hefur gengið vel,“ segir hann. „En ég viðurkenni það að rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík fækkar heimsóknum til sérfræðilækna. En það þýðir ekki að það eigi að girða fyrir þjónustuna í Reykjavík.“ Kristján segir að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið varðandi misdreifða þjónustu um landið kunni að vera réttmætt en annað sé einfaldlega ópraktískt og því ekki gert. Hann er ekki bjartsýnn á að samningar náist við ríkið á næstunni. Allt bendi til þess að á komandi ári verði verðhækkanir á þjónustu um 15 prósent. „Ný viðmiðunargjaldskrá og reglugerð um endurgreiðslur munu koma innan tíðar. Við erum nánast komin í tannlæknapakkann, hækkanirnar lenda allar á sjúklingunum,“ segir Kristján og bætir við að sérfræðilæknar hafi gefið eftir tíu prósenta verðbótahækkun árið 2009. Nú séu liðin tvö og hálft ár og læknar vilji fara að fá þá launahækkun sem þeir hafi samningsbundinn rétt á. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira