Ungur Valsari vill komast í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2011 10:00 óvæntur fulltrúi íslands á ólympíuleikunum? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta.fréttablaðið/anton Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. Olís-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við.
Olís-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn