Herðir eftirlit með hlerunum 9. nóvember 2011 09:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir. Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill herða eftirlit með símhlerunum lögreglunnar. Hún hefur skrifað dómstólaráði bréf þess efnis að embætti hennar verði send afrit af dómsúrskurðum vegna símhlerana og sambærilegra úrræða jafnóðum og þeir eru kveðnir upp, hvort sem fallist er á kröfu lögreglu eða ekki. Þetta er liður í að endurskipuleggja og herða eftirlit embættis ríkissaksóknara með símhlerunum. „Þessi beiðni nær einnig til dómsúrskurða um önnur skyld úrræði, eins og til dæmis eftirfararbúnað í bíla og hlustun á herbergi, svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigríður. „Embættið vinnur nú að því að kortleggja hvernig rétt sé að haga eftirlitinu svo það gagnist sem best, bæði hvað varðar hvernig lögregla og símafyrirtæki framkvæma hleranir, og með því að fá alla úrskurðina þannig að við höfum yfirsýn yfir þessi rannsóknarúrræði,“ segir Sigríður. Hún segir að í framhaldi geti ríkissaksóknari gert lögreglu að láta vita með ákveðnu millibili af framkvæmdinni og tekið stikkprufur varðandi tæknilega útfærslu og framkvæmd hlerana. Dómstólaráð mun fjalla um beiðni Sigríðar á fundi 18. nóvember næstkomandi. „Ég vænti jákvæðra viðbragða enda hefur embættið lagaskyldu til þess að fylgjast með þessu,“ segir hún. Ýmsir hafa orðið til að kalla eftir auknu eftirliti með símhlerunum að undanförnu. Þannig sagði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að verulegu máli skipti að eftirlit ríkissaksóknara með símhlustun lögreglu yrði eflt. „Varla er ofmælt að núverandi ástand í þeim efnum er óviðunandi,“ skrifaði hann. Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, lét í ljós sömu skoðun í grein í Fréttablaðinu um nýliðna helgi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að svo virtist sem eftirlit með símhlerunum hefði ekki verið sem skyldi á tímum sem meira fé hafi verið til ráðstöfunar úr ríkissjóði. Undanfarið hefði ríkissaksóknari ekki getað komið því við vegna fjárskorts. Ögmundur sagðist hafa vakið athygli ríkissaksóknara á málinu og bæta þyrfti eftirlitið. - jss
Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira