Steingrímur, viltu finna milljarð? 9. nóvember 2011 06:00 Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina. Til nokkurs væri unnið ef peningana hefði mátt nota til til dæmis til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustu – en svo er því miður ekki. Vönduð úttekt á fjármálum kvikmyndaframleiðslu á fjögurra ára tímabili (Rauða skýrslan) sýnir að fjárfesting ríkisins í kvikmyndaframleiðslu skilar sér öll til baka bæði fljótt og vel, eingöngu í launatengdum gjöldum. Sparnaðurinn er því enginn – en skaðinn verulegur. Í viðamikilli bók sinni um hagræn áhrif kvikmyndalistar kemst dr. Ágúst Einarsson að þeirri niðurstöðu að fjárfesting ríkisins til kvikmynda skili sér fimmföld til baka þegar allt er talið. Tap af þessum aðgerðum er því umtalsvert. (Rétt er að taka fram að Ágúst leggur mikla áherslu á að hafa allar tölur lágar svo hvergi sé skotið yfir markið). Með því að rétta af þann 250 milljóna króna niðurskurð sem greinin hefur mátt búa við undanfarin tvö ár mun hagnaður ríkissjóðs því verða einn milljarður króna. – Og þá peninga mætti nota til að draga úr niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Rauða skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmyndum, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömmum tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmyndaefni fyrir 12 milljarða króna – og yfir 70% þess fjár fóru í launagreiðslur. Þeir peningar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvikmyndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Kvikmyndaframleiðsla er sennilega besti fjárfestingarkostur sem ríkið á völ á í dag og þar eru miklir möguleikar. Danmörk sem er lítið málsvæði flytur út kvikmyndir og sjónvarpsefni fyrir háar fjárhæðir á hverju ári. Á bak við þann iðnað er engin mengun og engar auðlindir aðrar en hugvit og handverk. Hin hliðin á peningnum er menningarlegt tjón sem niðurskurðurinn veldur. Kvikmyndir, heimildarmyndir og vandað íslenskt sjónvarpsefni er einn grundvöllur tilveru okkar sem þjóðar og mjög mikilvægur hluti af sjálfsmynd unga fólksins sem elst upp upp í flaumi erlends efnis. – Og þessa íslenska efnis geta allir landsmenn notið því allt er það sýnt í sjónvarpi. Er ekki kominn tími til að skoða málið?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun