Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist 11. nóvember 2011 07:00 Flutningaskipið Alma í togi Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður.mynd/gunnar hlynur óskarsson Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetningu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostnað og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutningaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögulegt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutningaskipið hér á landi er flutningafyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslumanninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðarinnar. Loðnuvinnslan er eigandi Hoffells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Hornafirði þegar Björn Lóðs, dráttarbátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Hornafirði á laugardag. Spurður hvort upphæð tryggingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrirtækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björgun var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort viðgerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira