Hætti við að lóga Randver 11. nóvember 2011 11:00 Jens Pétur ásamt Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. Til stóð að lóga honum en Jens ákvað að fresta því þar sem Randver mun leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Fréttablaðið/Valli „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?