Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 07:00 Hrefna Hákonardóttir varð líka Norðurlandameistari árið 2007. Mynd/Anton Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna. Innlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna.
Innlendar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira