Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar 26. nóvember 2011 17:00 Regína Ósk vann íslensku forkeppnina árið 2008 með laginu This Is My Life. „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp
Tónlist Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira