Opið bréf til alþingismanna - Hugsum stórt en lítum lágt Örn Bárður Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Sjá meira
Ein frumgáfa mannsins er að greina, flokka og skipa niður. Þroskað þjóðfélag forgangsraðar með siðfræðilegum, heimspekilegum og trúarlegum rökum sem takast á við efnahagsleg rök. Á vefsíðu MBL 12. ágúst sl. var fjallað um niðurskurð Landspítalans og haft eftir Birni Zoëga forstjóra: „Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni […] Það er komið nóg! [lbr. mín] Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans. Þetta var djarfmannlega mælt. Hins vegar hefur forstjórinn kynnt frekari niðurskurð, nú á sviði líknarþjónustu. Tillaga hans felur í sér 50 milljóna króna niðurskurð sem leiðir til skertrar þjónustu við deyjandi sjúklinga á líknardeildum. Á Landakoti hefur lengi verið stunduð gæðaþróun í þjónustu við aldraða sjúklinga við dauðans dyr. Nú stendur til að sundra því starfi. Þegar er búið að grafa undan deildinni með óvissunni og þrautþjálfað starfsfólk þar hefur áhyggjur af afdrifum deildarinnar. Með þessu fólki býr auður sem ekki verður byggður upp á skömmum tíma á öðrum stað. Forgangsröðun, siðferði, fagmennskaÍ niðurskurði í heilbrigðisþjónustu undanfarin þrjú ár hefur ríkt þögn um hugtakið forgangsröðun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar – eftir 7 mögur ár – lét heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, vinna skýrslu um forgangsröðun. Verkið unnu fulltrúar allra stjórnmálaflokka með aðkomu fagfólks, stjórnenda og heimspekinga. Um skýrsluna varð alger samstaða og var hún samþykkt sem þingsályktunartillaga Alþingis. Skýrslan verður því að teljast það viðmið sem Alþingi, ríkisstjórn og fagaðilar verða að hafa til hliðsjónar þegar grípa þarf til niðurskurðar á fjárlögum. Það heyrir fortíðinni til að fela fagfólki að bera ábyrgð á forgangsröðun, sem auk þess er unnin bak við tjöldin. Í staðinn eru lögð til grundvallar siðferðileg viðmið og verklagsreglur. Þegar kemur til forgangsröðunar ber að fylgja opnu og lýðræðislegu ferli og er það ótvíræð skylda Alþingis að forgangsraða meðvitað en taka hvorki umræðulaust við tillögum frá pólitískum ráðherra né einstökum embættismönnum. Í skýrslunni um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu var líknarþjónustu raðað í annan forgangsflokk af fjórum. Sé það trú alþingisþingmanna að fyrirhuguð lokun líknardeildarinnar á Landakoti sé réttlætanleg, er rétt að færa líknarþjónustu í fjórða forgangsflokk með fegrunaraðgerðum og taka út ákvæðið um sérstaka vernd fyrir aldraða sjúklinga. Hollvinasamtök líknardeilda voru stofnuð 26. október sl. Eru stofnfélagar nær 600. Almenningi er ekki sama um þessa þjónustu. Lokun á Landakoti og sameining á einn stað í Kópavogi þykir ekki ígrunduð. Þangað á að færa þrjú af níu rúmum líknardeildarinnar á Landakoti og kosta til 80 milljónum, sem gert er ráð fyrir að Oddfellowreglan greiði af gjafmildi sinni. Í þessu sambandi má spyrja: Gerir Oddfellowreglan sér grein fyrir að með fyrirhugaðri breytingu er verið að minnka þjónustu við aldraða og draga regluna inn í umdeilt pólitískt og siðferðilegt mál? Talað er um að koma sjúklingum fyrir á hjúkrunarheimilum. Það verður ekki útgjaldalaust og því óvíst um sparnað, þótt endurbæturnar í Kópavogi yrðu greiddar af Oddfellowreglunni. En peningaleg rök ein gilda ekki. Tilfinningar, siðferði, heiður og hollusta við grunngildi skipta máli þegar ákvarðanir eru teknar um viðkvæma líknarþjónustu. Virðing þjóðar og reisnEin þekktasta saga vestrænnar menningar er sagan um miskunnsama Samverjann. Sagan segir frá manni sem liggur hjálparlaus við veginn. Fram hjá ganga ýmsir sem kæra sig kollótta. Sá sem sinnir manninum er Samverji, útlendingur, sem ekki naut virðingar. Sagan fjallar um skeytingarleysi annars vegar og hins vegar hjálpsemi manns sem minnst er vegna kærleika hans. Mannleg neyð var honum ekki óviðkomandi þótt hann væri valdalaus og án stéttar eða stöðu. Aldraðir sjúklingar hrópa ekki á strætum og torgum en þurfa málsvara og verndara. Aldraðir sjúklingar eiga að fá þjónustu þar sem borin er virðing fyrir reisn manneskjunnar til síðasta dags. Talað er um „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Deyjandi fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort það fær viðeigandi og faglega þjónustu. Deyjandi sjúklingar eiga að geta treyst samfélaginu, samfélagi sem þeir byggðu upp með kröftum sínum. "Það er komið nóg!“Göngum ekki fram hjá varnarlausum hópi aldraðra við dauðans dyr. Ég skora á þingmenn að tryggja áframhaldandi rekstur líknardeildarinnar á Landakoti, efla líknardeildir – ekki veikja – og standa vörð um fagleg og siðferðileg vinnubrögð. Aldraðir eiga að geta tekið undir orð japanska skáldsins Tsuchiya Fumiaki: Loksins þegar kvölda tekur róast hjarta mitt og úr áttunum fjórum heyri ég vorið nálgast. Virðing Íslendinga verður ekki mæld í hagtölum heldur í því, hvernig við önnumst þau sem þurfa á hjálp að halda. Hugsum stórt en lítum lágt. Gleymum ekki vorum minnstu bræðrum og systrum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun