Þakkir 1. desember 2011 06:00 Vorið 1991 afhenti Björk Guðmundsdóttir þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, kröfu fyrir hönd íslenskra tónlistarmanna um að jafnræðis skyldi gætt milli listgreina í nýjum lögum um virðisaukaskatt. Nýkynnt stefna ríkisstjórnar var nefnilega á þann veg að allar listgreinar skyldu undanþegnar virðisaukaskatti – nema hryntónlist og tónlist á geisladiskum. Þetta skóp mikinn samkeppnishalla, ekki síst milli útgefenda vsk- fjálsra bóka og vsk-skyldra geisladiska og bitnaði mjög á tónlistarfólki. Eftir fimmtán ára baráttu náði SAMTÓNN, Samtök tónlistarrétthafa, þeim langþráða árangri gagnvart stjórnvöldum árið 2007 að geisladiskar og bækur skyldu loks færðar í sama virðisaukaskattþrep, 7% , en bækur höfðu þá um allangt skeið borið 14% og tónlist 24,5%. Eftir sat hins vegar tónlist í rafrænu formi sem enn bar 24,5% virðiskaukaskatt – og sama gilti um rafbækur. Þökk sé efnahags- og skattanefnd undir forystu Helga Hjörvar að leiðrétting þessa átti sér nýverið stað. Þetta fór ekki hátt en Dagur íslenskrar tónlistar er kjörinn til að vekja athygli á þessari réttmætu og langþráðu leiðréttingu. Tuttugu ára baráttu tónlistafólks og útgefenda fyrir þessu sjálfsagða og brýna jafnréttismáli er hérmeð lokið. Aukinn skilningur á gildi stéttarinnar og framlagi hennar til samfélagsins speglast í ákvörðun efnahags- og skattanefndar. Henni skulu færðar bestu þakkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðanir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1991 afhenti Björk Guðmundsdóttir þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, kröfu fyrir hönd íslenskra tónlistarmanna um að jafnræðis skyldi gætt milli listgreina í nýjum lögum um virðisaukaskatt. Nýkynnt stefna ríkisstjórnar var nefnilega á þann veg að allar listgreinar skyldu undanþegnar virðisaukaskatti – nema hryntónlist og tónlist á geisladiskum. Þetta skóp mikinn samkeppnishalla, ekki síst milli útgefenda vsk- fjálsra bóka og vsk-skyldra geisladiska og bitnaði mjög á tónlistarfólki. Eftir fimmtán ára baráttu náði SAMTÓNN, Samtök tónlistarrétthafa, þeim langþráða árangri gagnvart stjórnvöldum árið 2007 að geisladiskar og bækur skyldu loks færðar í sama virðisaukaskattþrep, 7% , en bækur höfðu þá um allangt skeið borið 14% og tónlist 24,5%. Eftir sat hins vegar tónlist í rafrænu formi sem enn bar 24,5% virðiskaukaskatt – og sama gilti um rafbækur. Þökk sé efnahags- og skattanefnd undir forystu Helga Hjörvar að leiðrétting þessa átti sér nýverið stað. Þetta fór ekki hátt en Dagur íslenskrar tónlistar er kjörinn til að vekja athygli á þessari réttmætu og langþráðu leiðréttingu. Tuttugu ára baráttu tónlistafólks og útgefenda fyrir þessu sjálfsagða og brýna jafnréttismáli er hérmeð lokið. Aukinn skilningur á gildi stéttarinnar og framlagi hennar til samfélagsins speglast í ákvörðun efnahags- og skattanefndar. Henni skulu færðar bestu þakkir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar