Fáni Palestínu dreginn að húni í Unesco í dag 13. desember 2011 06:00 Í dag, 13. desember, bætist nýr fáni við fánaborg alþjóðasamfélagsins í höfuðstöðvum Unesco í París: Fáni Palestínumanna. Fyrir sex vikum samþykktu ríki heims með yfirgnæfandi meirihluta umsókn Palestínu um að gerast fullgildur meðlimur Unesco, mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur átt áheyrnarfulltrúa á fundum stofnunarinnar frá 1974 en aðildin nú markar þáttaskil í baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir eigin ríki og fullveldi í eigin málum. Alþjóðasamfélagið í Unesco viðurkennir Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða, með sömu réttindi og skyldur og önnur ríki á fundum stofnunarinnar. Undirritaður var í íslensku sendinefndinni. Það lá spenna í loftinu vegna atkvæðagreiðslunnar alla vikuna frá því að aðalráðstefna Unesco hófst, en mánudaginn 31. október er óhætt að segja að loft hafi verið lævi blandið. Af öllu mátti ráða að mikið var í húfi. Klukkustund fyrir atkvæðagreiðslu var drjúgur hluti fulltrúa ekki enn kominn með fyrirmæli að heiman. Fulltrúar Íslands voru hins vegar nestaðir með skýra afstöðu: Ísland styður sjálfstætt ríki Palestínumanna og fulla aðild þeirra að Unesco og Sameinuðu þjóðunum. Með og á móti aðildÍsland var eitt af 107 ríkjum sem greiddu aðild Palestínu að Unesco atkvæði sitt. 14 ríki greiddu atkvæði gegn aðild Palestínu og 52 ríki sátu hjá. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja aðildina, eða 81 atkvæði (hjáseta telst ekki með greiddum atkvæðum), svo niðurstaðan var afgerandi. Bak við tjöldin hafði verið gerð ítrekuð tilraun til að fá Palestínumenn til að draga umsóknina til baka og sættast á málamiðlun, en sennilega var alltaf langsótt að ætla að ná lendingu einhvers staðar á milli þess að fá fulla aðild eða fá hana ekki. Ríki Evrópusambandsins reyndu hvað þau gátu að ná samstöðu í sínum röðum um að sitja hjá, en svo fór að lokum að ellefu Evrópusambandsríki greiddu aðild Palestínu atkvæði (Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Slóvenía og Spánn) og fimm greiddu atkvæði gegn henni (Holland, Litháen, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland). Hin ellefu ríki sambandsins sátu hjá. Norðurlandaríkin voru þríklofin í afstöðu sinni, en það er fáheyrt: Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. Afstaða Dana og Svía olli mörgum vonbrigðum, sérstaklega þó að Svíþjóð skyldi greiða atkvæði gegn aðild Palestínu. Afstaða Svíþjóðar markaði brotthvarf frá pólitískri arfleifð Olofs Palme og Stens Andersson og arftaka þeirra sem hafa löngum talað máli Palestínumanna á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Palestínu snortinnÞegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni kvað við dynjandi lófatak svo undir tók í salnum. Fundarmenn risu úr sætum, fögnuðu og buðu Palestínumenn velkomna. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. Ísraelski sendiherrann var sessunautur Íslendinga. Hann var búinn undir þessa niðurstöðu og fordæmdi hana: Unesco ætti að fást við vísindi, sagði hann, en „með því að hleypa ríki sem ekki er til inn í Unesco hafa aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd“. Áður en gengið var til atkvæða lagði sendiherra Bandaríkjanna áherslu á að friðarsamningar við Ísrael væru eina færa leiðin að sjálfstæði Palestínumanna. Hann reyndi að sannfæra fulltrúa annarra þjóða um að ótímabært væri að greiða atkvæði um aðild Palestínu og það ynni í reynd gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann minnti á að samkvæmt stofnskrá samtakanna frá 1945 væri höfuðskylda Unesco einmitt „að byggja varnir friðarins í hugum manna og kvenna, enda hefjist stríðin þar“. Fáir fulltrúar reyndust deila túlkun Bandaríkjamanna. Því skyldu tvö ríki með sömu réttarstöðu eiga óhægara um vik að semja um frið sín á milli en fullvalda ríki annars vegar og flóttafólk í eigin landi hins vegar? Og hversu lengi er hægt að bíða og sjá? Áfall fyrir BandaríkjaforsetaFimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína er fullgildur aðili að. Framlag Bandaríkjanna nemur 22% af heildarframlögum til Unesco. Niðurstaðan er áfall fyrir Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnina, en Obama hefur lagt áherslu á að vinna innan og með Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjaþing hefur á valdi sínu að breyta lögunum en lítill vilji virðist vera til þess í fulltrúadeildinni, þar sem repúblíkanar ráða ferðinni. Eftir að niðurstaðan var tilkynnt tók bandaríski sendiherrann aftur til máls. Að þessu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess starfs sem Unesco ynni og ítrekaði að Bandaríkin ættu samleið með alþjóðasamfélaginu í þessu starfi. Hann fullyrti að bandarísk stjórnvöld myndu leita allra leiða til að halda áfram að styðja við og styrkja starfsemi Unesco, þótt vissulega yrði á brattann að sækja. Fréttir herma nú að Obama sé að leita sátta við þingið en að það sækist seint. 22% niðurskurður fram undanUndirritaður upplifði þessa atkvæðagreiðslu sem sögulega stund og þótti forréttindi að taka þátt. Haft var á orði í íslensku sendinefndinni að þennan síðasta dag í október hefði arabíska vorið borist til Parísar. Sérstaklega var ljúft að mega ljá Palestínumönnum stuðning Íslendinga á vegferðinni til sjálfstæðis. Því er hins vegar við að bæta að mikill niðurskurður blasir við, greiði Bandaríkin ekki reglubundið framlag til Unesco. Niðurskurðurinn mun bitna á öllu starfi stofnunarinnar, hvort sem horft er til uppbyggingar á menntun fyrir ungar stúlkur í Afganistan, baráttunnar fyrir öryggi blaðamanna, varðveislu menningararfs í útrýmingarhættu, þróunarstarfs fyrir flóðbylgjuviðvörunarkerfi eða annarra verkefna sem Unesco leiðir og heimsbyggðin á mikið undir að vel takist til með. Niðurskurðurinn veikir möguleika Unesco á að styðja við stöðugleika í heiminum, við frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi, við menntun, mannréttindi og jafnrétti, við varðveislu menningararfsins og við opin og lýðræðisleg samfélög. 22% niðurskurður á heildarútgjöldum verður ekki sársaukalaus og hann næst ekki með hagræðingu einni saman. Um þetta voru þátttakendur á aðalráðstefnunni meðvitaðir, en það er einu sinni svo að Bandaríkjamenn eru ekki með neitunarvald í þessari stofnun og almenna viðhorfið var að þeir gætu ekki tekið sér slíkt vald í krafti hótunar um að draga til baka fjárframlög sín, hvernig svo sem háttar til um bandaríska löggjöf og innanríkispólitík. Við lok aðalráðstefnunnar var tilkynnt um stofnun neyðarsjóðs sem tekur á móti frjálsum framlögum frá aðildarríkjum, styrktarsjóðum og einstaklingum – öllum sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að tryggja að Unesco haldi óhindrað áfram uppbyggingarstarfinu í þágu friðar á jörðu, frelsis, jafnréttis og bræðralags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag, 13. desember, bætist nýr fáni við fánaborg alþjóðasamfélagsins í höfuðstöðvum Unesco í París: Fáni Palestínumanna. Fyrir sex vikum samþykktu ríki heims með yfirgnæfandi meirihluta umsókn Palestínu um að gerast fullgildur meðlimur Unesco, mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur átt áheyrnarfulltrúa á fundum stofnunarinnar frá 1974 en aðildin nú markar þáttaskil í baráttu palestínsku þjóðarinnar fyrir eigin ríki og fullveldi í eigin málum. Alþjóðasamfélagið í Unesco viðurkennir Palestínumenn sem þjóð meðal þjóða, með sömu réttindi og skyldur og önnur ríki á fundum stofnunarinnar. Undirritaður var í íslensku sendinefndinni. Það lá spenna í loftinu vegna atkvæðagreiðslunnar alla vikuna frá því að aðalráðstefna Unesco hófst, en mánudaginn 31. október er óhætt að segja að loft hafi verið lævi blandið. Af öllu mátti ráða að mikið var í húfi. Klukkustund fyrir atkvæðagreiðslu var drjúgur hluti fulltrúa ekki enn kominn með fyrirmæli að heiman. Fulltrúar Íslands voru hins vegar nestaðir með skýra afstöðu: Ísland styður sjálfstætt ríki Palestínumanna og fulla aðild þeirra að Unesco og Sameinuðu þjóðunum. Með og á móti aðildÍsland var eitt af 107 ríkjum sem greiddu aðild Palestínu að Unesco atkvæði sitt. 14 ríki greiddu atkvæði gegn aðild Palestínu og 52 ríki sátu hjá. Tvo þriðju hluta greiddra atkvæða þurfti til að samþykkja aðildina, eða 81 atkvæði (hjáseta telst ekki með greiddum atkvæðum), svo niðurstaðan var afgerandi. Bak við tjöldin hafði verið gerð ítrekuð tilraun til að fá Palestínumenn til að draga umsóknina til baka og sættast á málamiðlun, en sennilega var alltaf langsótt að ætla að ná lendingu einhvers staðar á milli þess að fá fulla aðild eða fá hana ekki. Ríki Evrópusambandsins reyndu hvað þau gátu að ná samstöðu í sínum röðum um að sitja hjá, en svo fór að lokum að ellefu Evrópusambandsríki greiddu aðild Palestínu atkvæði (Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Slóvenía og Spánn) og fimm greiddu atkvæði gegn henni (Holland, Litháen, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland). Hin ellefu ríki sambandsins sátu hjá. Norðurlandaríkin voru þríklofin í afstöðu sinni, en það er fáheyrt: Íslendingar, Norðmenn og Finnar sögðu já, Svíar sögðu nei og Danir sátu hjá. Afstaða Dana og Svía olli mörgum vonbrigðum, sérstaklega þó að Svíþjóð skyldi greiða atkvæði gegn aðild Palestínu. Afstaða Svíþjóðar markaði brotthvarf frá pólitískri arfleifð Olofs Palme og Stens Andersson og arftaka þeirra sem hafa löngum talað máli Palestínumanna á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Palestínu snortinnÞegar fundarstjóri lýsti niðurstöðunni kvað við dynjandi lófatak svo undir tók í salnum. Fundarmenn risu úr sætum, fögnuðu og buðu Palestínumenn velkomna. Utanríkisráðherra Palestínu var snortinn. Hann færði alþjóðasamfélaginu þakkir fyrir hönd þjóðar sinnar og fullvissaði þá sem ekki greiddu atkvæði með aðild Palestínu um að það yrði ekki erft. Ísraelski sendiherrann var sessunautur Íslendinga. Hann var búinn undir þessa niðurstöðu og fordæmdi hana: Unesco ætti að fást við vísindi, sagði hann, en „með því að hleypa ríki sem ekki er til inn í Unesco hafa aðildarríkin gengist vísindaskáldskapnum á hönd“. Áður en gengið var til atkvæða lagði sendiherra Bandaríkjanna áherslu á að friðarsamningar við Ísrael væru eina færa leiðin að sjálfstæði Palestínumanna. Hann reyndi að sannfæra fulltrúa annarra þjóða um að ótímabært væri að greiða atkvæði um aðild Palestínu og það ynni í reynd gegn friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann minnti á að samkvæmt stofnskrá samtakanna frá 1945 væri höfuðskylda Unesco einmitt „að byggja varnir friðarins í hugum manna og kvenna, enda hefjist stríðin þar“. Fáir fulltrúar reyndust deila túlkun Bandaríkjamanna. Því skyldu tvö ríki með sömu réttarstöðu eiga óhægara um vik að semja um frið sín á milli en fullvalda ríki annars vegar og flóttafólk í eigin landi hins vegar? Og hversu lengi er hægt að bíða og sjá? Áfall fyrir BandaríkjaforsetaFimmtán ára gömul bandarísk lög kveða á um að ríkisstjórninni sé óheimilt að greiða framlög til þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem Palestína er fullgildur aðili að. Framlag Bandaríkjanna nemur 22% af heildarframlögum til Unesco. Niðurstaðan er áfall fyrir Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnina, en Obama hefur lagt áherslu á að vinna innan og með Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjaþing hefur á valdi sínu að breyta lögunum en lítill vilji virðist vera til þess í fulltrúadeildinni, þar sem repúblíkanar ráða ferðinni. Eftir að niðurstaðan var tilkynnt tók bandaríski sendiherrann aftur til máls. Að þessu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess starfs sem Unesco ynni og ítrekaði að Bandaríkin ættu samleið með alþjóðasamfélaginu í þessu starfi. Hann fullyrti að bandarísk stjórnvöld myndu leita allra leiða til að halda áfram að styðja við og styrkja starfsemi Unesco, þótt vissulega yrði á brattann að sækja. Fréttir herma nú að Obama sé að leita sátta við þingið en að það sækist seint. 22% niðurskurður fram undanUndirritaður upplifði þessa atkvæðagreiðslu sem sögulega stund og þótti forréttindi að taka þátt. Haft var á orði í íslensku sendinefndinni að þennan síðasta dag í október hefði arabíska vorið borist til Parísar. Sérstaklega var ljúft að mega ljá Palestínumönnum stuðning Íslendinga á vegferðinni til sjálfstæðis. Því er hins vegar við að bæta að mikill niðurskurður blasir við, greiði Bandaríkin ekki reglubundið framlag til Unesco. Niðurskurðurinn mun bitna á öllu starfi stofnunarinnar, hvort sem horft er til uppbyggingar á menntun fyrir ungar stúlkur í Afganistan, baráttunnar fyrir öryggi blaðamanna, varðveislu menningararfs í útrýmingarhættu, þróunarstarfs fyrir flóðbylgjuviðvörunarkerfi eða annarra verkefna sem Unesco leiðir og heimsbyggðin á mikið undir að vel takist til með. Niðurskurðurinn veikir möguleika Unesco á að styðja við stöðugleika í heiminum, við frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi, við menntun, mannréttindi og jafnrétti, við varðveislu menningararfsins og við opin og lýðræðisleg samfélög. 22% niðurskurður á heildarútgjöldum verður ekki sársaukalaus og hann næst ekki með hagræðingu einni saman. Um þetta voru þátttakendur á aðalráðstefnunni meðvitaðir, en það er einu sinni svo að Bandaríkjamenn eru ekki með neitunarvald í þessari stofnun og almenna viðhorfið var að þeir gætu ekki tekið sér slíkt vald í krafti hótunar um að draga til baka fjárframlög sín, hvernig svo sem háttar til um bandaríska löggjöf og innanríkispólitík. Við lok aðalráðstefnunnar var tilkynnt um stofnun neyðarsjóðs sem tekur á móti frjálsum framlögum frá aðildarríkjum, styrktarsjóðum og einstaklingum – öllum sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að tryggja að Unesco haldi óhindrað áfram uppbyggingarstarfinu í þágu friðar á jörðu, frelsis, jafnréttis og bræðralags.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun