Sá strax að ég var með gull í höndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum. Innlendar Sund Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum.
Innlendar Sund Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira