Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi - Fréttaskýring 15. desember 2011 03:00 samningum hafnað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang neitað að skrifa undir lög frá meirihluta Alþingis um lausn á Icesave-deilunni. Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna deilunnar. fréttablaðið/valli Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira