Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð 29. desember 2011 07:00 Kópavogur Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum.Fréttablaðið/Vilhelm Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?