Djokovic sá við Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 11:51 Djokovic fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images Serbinn Novak Djokovic gerði sér lítið fyrir og sló Roger Federer úr leik í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í þremur settum. Federer bar sigur á býtum á þessu móti í fyrra en hann mátti þola tap gegn Djokovic í dag. Sá serbneski vann, 7-6, 7-5 og 6-4. Djokovic sló Federer einnig úr leik á opna bandaríska mótinu í haust en þessir kappar mættust sömuleiðis í undanúrslitum á opna ástralska árið 2008. Þá vann Djokovic einnig, 3-0. Það var einmitt þá sem að Djokovic vann sitt eina stórmót í tennis á ferlinum til þessa. Hann vann Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í úrslitum. Hann mætir nú annað hvort Andy Murrary eða David Ferrer í úrslitum en sá síðarnefndi sló út Rafael Nadal, efsta mann heimslistans, í fjórðungsúrslitum í gær. Federer er í öðru sæti heimslistans. Sú úrslitaviðureign verður sú fyrsta á stórmóti í þrjú ár þar sem hvorki Nadal né Federer eru að spila til sigurs. Federer byrjaði reyndar betur í viðureigninni í morgun en Djokovic hafði betur í oddalotunni, 7-3. Federer komst svo í 5-2 forystu í öðru setti en þá snerist leikurinn algjörlega Djokovic í hag. Hann vann næstu fimm lotur, þar af þrjár þar sem Federer átti uppgjöf, og kláraði settið 7-5. Hann kláraði svo verkefnið í þriðja settinu þrátt fyrir að Federer hafi gert sitt allra besta til að koma sér aftur inn í viðureignina. Það tókst ekki. Murray og Ferrer mætast í síðari undanúrslitaviðureigninni á morgun um klukkan 8.30. Hún verður í beinni útsendingu á Eurosport. Erlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic gerði sér lítið fyrir og sló Roger Federer úr leik í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í þremur settum. Federer bar sigur á býtum á þessu móti í fyrra en hann mátti þola tap gegn Djokovic í dag. Sá serbneski vann, 7-6, 7-5 og 6-4. Djokovic sló Federer einnig úr leik á opna bandaríska mótinu í haust en þessir kappar mættust sömuleiðis í undanúrslitum á opna ástralska árið 2008. Þá vann Djokovic einnig, 3-0. Það var einmitt þá sem að Djokovic vann sitt eina stórmót í tennis á ferlinum til þessa. Hann vann Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í úrslitum. Hann mætir nú annað hvort Andy Murrary eða David Ferrer í úrslitum en sá síðarnefndi sló út Rafael Nadal, efsta mann heimslistans, í fjórðungsúrslitum í gær. Federer er í öðru sæti heimslistans. Sú úrslitaviðureign verður sú fyrsta á stórmóti í þrjú ár þar sem hvorki Nadal né Federer eru að spila til sigurs. Federer byrjaði reyndar betur í viðureigninni í morgun en Djokovic hafði betur í oddalotunni, 7-3. Federer komst svo í 5-2 forystu í öðru setti en þá snerist leikurinn algjörlega Djokovic í hag. Hann vann næstu fimm lotur, þar af þrjár þar sem Federer átti uppgjöf, og kláraði settið 7-5. Hann kláraði svo verkefnið í þriðja settinu þrátt fyrir að Federer hafi gert sitt allra besta til að koma sér aftur inn í viðureignina. Það tókst ekki. Murray og Ferrer mætast í síðari undanúrslitaviðureigninni á morgun um klukkan 8.30. Hún verður í beinni útsendingu á Eurosport.
Erlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira