Nú er lýst eftir peningastefnu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar