Byr blæs í bakið á Jakobi Jóhanni 12. febrúar 2011 07:00 Jakob Jóhann með Jacky Pellerin og Jóni Finnbogasyni forstjóra Byrs við undirskrift samnings í gær. Byr og Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður skrifuðu í gær undir samstarfssamning til 18 mánaða en Jakob stefnir að sínum fjórðu ólympíuleikum í London á næsta ári. Jakob æfir hjá Sundfélaginu Ægi í Reykjavík og er bringusund hans aðal keppnisgrein. Hann hefur unnið fjölda móta hérlendis og var meðal annars kosinn sundmaður ársins hjá SSÍ. Jakob setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki árið 1999. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hann mætt á hvert stórmótið á fætur öðru fyrir Íslands hönd. Jakob keppti til að mynda á ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, Aþenu árið 2004 og Peking árið 2008. Hann hefur lengst komist í undanúrslit á þremur heimsmeistaramótum og jafn mörgum Evrópumeistaramótum. Þá hefur hann komist tvisvar sinnum í úrslit og fimm sinnum í undanúrslit á Evrópumeistaramóti í 25 m. laug. Jakob er hæstánægður með samstarfið og segir að það muni hjálpa honum mikið á komandi ári þar sem hann stefnir á sína fjórðu ólympíuleika. „Þetta á eftir að hjálpa mér heilmikið og líka hjálpa mér til að slaka á yfir því hvort ég komist erlendis á sundmót eða ekki vegna fjárskorts" sagði Jakob Jóhann. Þjálfari Jakobs Jóhanns, Jacky Pellerin, var ánægður með styrkinn og sagði þetta frábæra viðurkenningu og myndi hjálpa Jakobi mikið. „Jakob á það til að vera svolítið stressaður yfir öllum hlutum og vera að velta sér upp úr þeim, og samstarf við Byr á eftir að hjálpa honum mikið við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur vegna keppnis- og æfingaferða erlendis, og það hjálpar honum að slaka betur á og nýta orkuna sína í keppni og æfingar" sagði Jacky Pellerin. Innlendar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Byr og Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður skrifuðu í gær undir samstarfssamning til 18 mánaða en Jakob stefnir að sínum fjórðu ólympíuleikum í London á næsta ári. Jakob æfir hjá Sundfélaginu Ægi í Reykjavík og er bringusund hans aðal keppnisgrein. Hann hefur unnið fjölda móta hérlendis og var meðal annars kosinn sundmaður ársins hjá SSÍ. Jakob setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki árið 1999. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hann mætt á hvert stórmótið á fætur öðru fyrir Íslands hönd. Jakob keppti til að mynda á ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, Aþenu árið 2004 og Peking árið 2008. Hann hefur lengst komist í undanúrslit á þremur heimsmeistaramótum og jafn mörgum Evrópumeistaramótum. Þá hefur hann komist tvisvar sinnum í úrslit og fimm sinnum í undanúrslit á Evrópumeistaramóti í 25 m. laug. Jakob er hæstánægður með samstarfið og segir að það muni hjálpa honum mikið á komandi ári þar sem hann stefnir á sína fjórðu ólympíuleika. „Þetta á eftir að hjálpa mér heilmikið og líka hjálpa mér til að slaka á yfir því hvort ég komist erlendis á sundmót eða ekki vegna fjárskorts" sagði Jakob Jóhann. Þjálfari Jakobs Jóhanns, Jacky Pellerin, var ánægður með styrkinn og sagði þetta frábæra viðurkenningu og myndi hjálpa Jakobi mikið. „Jakob á það til að vera svolítið stressaður yfir öllum hlutum og vera að velta sér upp úr þeim, og samstarf við Byr á eftir að hjálpa honum mikið við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur vegna keppnis- og æfingaferða erlendis, og það hjálpar honum að slaka betur á og nýta orkuna sína í keppni og æfingar" sagði Jacky Pellerin.
Innlendar Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira