Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2012 13:00 Andy Roddick varð að hætta keppni vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu. Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu.
Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40